Fyrstu dagarnir


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Jahá, maður er bara búinn að vera hér í rúmar tvær vikur! Gasalega er tíminn fljótur að fljúga! Annars gekk ferðalagið bara vel, flaug á þrjá flugvelli, Minniappólís, Las Vegas og San Fran. Held ég hafi aldrei eytt svona löngum tíma á flugvellinum í Minniappólis, hef alltaf bara hlaupið í gegnum hann. Missti ekki af miklu greinilega. Svo eyddi ég sárlega löngum tveimur klukkutímum í Las Vibbas, virkilega subbulegur staður! Ef það er einhversstaðar smekkleysi þá hlýtur það að vera í Vegas. Og ef flugvöllurinn er dæmi um borgina þá hef ég ekki áhuga á henni. Aftur á móti var San Francisco flugvöllur nógu góður fyrir mig, snobbhænuna.
Snorri sótti mig á völlinn, þá var ég búin að vera á ferðalagi í 16 tíma, orðin stjörf af þreytu. Hann mætti á glænýjum bíl, Honda Odyssey (ekkert smá)minivan... bigvan, largevan, langferðabíll væri réttnefni. Þetta er faraskjóti minn hér í sumar, alveg eðalbíll og góður í akstri.
Hitti mína elskulegu stóru systur, klukkan var að ganga þrjú um nótt á staðartíma, allir þreyttir og ég lamdi heyið (hit the hey). Sem er það sama og ég ætla að gera núna, orðið er framorðið... Ingibjörg !

Meira seinnazzzzzzzzzzzzzzz

|

Hlekkir