Jahá, maður er bara búinn að vera hér í rúmar tvær vikur! Gasalega er tíminn fljótur að fljúga! Annars gekk ferðalagið bara vel, flaug á þrjá flugvelli, Minniappólís, Las Vegas og San Fran. Held ég hafi aldrei eytt svona löngum tíma á flugvellinum í Minniappólis, hef alltaf bara hlaupið í gegnum hann. Missti ekki af miklu greinilega. Svo eyddi ég sárlega löngum tveimur klukkutímum í Las Vibbas, virkilega subbulegur staður! Ef það er einhversstaðar smekkleysi þá hlýtur það að vera í Vegas. Og ef flugvöllurinn er dæmi um borgina þá hef ég ekki áhuga á henni. Aftur á móti var San Francisco flugvöllur nógu góður fyrir mig, snobbhænuna.
Snorri sótti mig á völlinn, þá var ég búin að vera á ferðalagi í 16 tíma, orðin stjörf af þreytu. Hann mætti á glænýjum bíl, Honda Odyssey (ekkert smá)minivan... bigvan, largevan, langferðabíll væri réttnefni. Þetta er faraskjóti minn hér í sumar, alveg eðalbíll og góður í akstri.
Hitti mína elskulegu stóru systur, klukkan var að ganga þrjú um nótt á staðartíma, allir þreyttir og ég lamdi heyið (hit the hey). Sem er það sama og ég ætla að gera núna, orðið er framorðið... Ingibjörg !
Meira seinnazzzzzzzzzzzzzzz