Já, semsagt.

Nýtt líf þýðir að ég hef miklu skemmtilegri hluti að gera en að blogga.

Allir fluttir inn, búnir að koma sér vel fyrir. Erum eins og ein stór fjölskylda. Ég er mamman, hendrik og jorge skiptast á að vera "pabbar". Þó er enginn að taka þessi hlutverk of alvarlega. Allir sofa bara í sínum rúmum og láta mömmuna alveg í friði. Því er nú verr og miður.

Eldum saman á hverju kvöldi. Skiptumst á. Engin regla þó. Ef þig langar að elda, spyrðu hvort hinir verði heima. Eldar fyrir þá tölu og svo borgum við jafnt fyrir matinn. Gengur svona prýðilega vel. Margar frábærar uppskriftir verið prófaðar. Nú síðast í gær kom Jorge okkur skemmtilega á óvart með því að steikja hamborgara, baka franskar og kaupa kók líka! Þetta hefur okkur nú bara aldrei dottið í hug að gera. Þó það hljómi skringilega. Á Íslandi býr maður sér til hamborgara, ekkert mál, en hér hefur okkur ekki dottið það í hug. Nema þegar borgararnir voru grillaðir hjá Rúnu í Roland. Ekki halda samt að hugmyndaauðgin hjá okkur sé engin. Hef smakkað marga dýrindis rétti matreidda af sambýlingum mínum. Jafnvel betri en hamborgara!

Skólinn kominn á fullt. Er að rannsaka veðurfar í Kína og Hollandi þessa dagana. Bera saman þessi tvö svæði og hvernig veðurfarið hefur áhrif á byggingalistina í þessum löndum. Svo styttist bara óðfluga í Kínaferðina 12. okt. Allt klappað og klárt svosem, er að fara í bólusetningu á fimmtudaginn. Veit það ÞARF ekki að fara í bólusetningu, en er að fara með því hugarfari að ég gæti farið til landa þar sem þess sé þörf á næstu mánuðum árum. Vegna þess að þetta er skólaferð, þá fáum við bólusetninguna frítt í stað þess að borga 100 evrur fyrir. Alltaf að græða!

Núna er fjölskyldan á Íslandi að standa í stórræðum fyrir mig. Leigjandi kjallaraherbergisins í Meðalholti loks búinn að gefast upp á holunni og fluttur út. Ástand rýmis ekki upp á það allra besta og því hefur her fólks ákveðið að leggja fram krafta sína og gera herbergið fínt. Þetta er auðvitað súrt fyrir mig, þar sem mér finnst agalega gaman að standa í svoleiðis stússi, en ég hef tekið verkstýringu að mér í gegnum internetið. Þetta verður spennandi að sjá. Vonandi að ég finni svo verðugan leigjanda fyrir slotið eftir að myndirnar birtast í Húsum og Hýbýlum! ;)

Og þetta er ekki eini flóttamaðurinn ur Meðalholtinu. Leigjandinn uppi sem hefur búið hjá Ragnhildi undrasystur hefur einnig tilkynnt brottför áður en langt um líður. Við klórum hverri annarri í höfðinu og botnum ekkert í þessum skyndilega landflótta. Er vond lykt þarna eða hvað? Vona bara að kisa yfirgefi ekki líka svæðið. Hver á þá að passa músina mína, hana Ragnhildi?

Annars hefur hún, Ragnhildur, sett í ferðagírinn og er það vel. Hún fjárfesti í flugmiða hingað til mín um jólin. Vitum ekkert hvað við gerum. Ætlum bara ekki að vera á Íslandi þessi jólin. Rebels without a cause.

Grétan mín bara stækkar magann sinn, því litli maðurinn sem býr inn í henni er ekki búinn að segja upp sínum leigusamningi. Samningurinn rennur út innan viku, en ef hann flytur ekki út úr bumbunni veit ég ekki hvort tekið verður til refsiaðgerða. Vonandi ekki þó...

Átti að fara í vinnuna í gær. Mánudagur. Mætt upp á lestarstöð klukkan níu. Keypti mér miðann, kaffið og þar sem ég sá hvergi Lindu samstarfskonu mína hringdi ég í hana. Hún sagði mér með "stírurnar" í röddinni að Olaf hefði skrifað okkur bréf seint á sunnudagskvöldi og sagst ekki þurfa á aðstoð okkar að halda þann daginn. Ekki í neinum slæmum tóni eða neitt. Hafði bara ekki nægilega mikið undirbúið fyrir okkur að vinna að. Ég fór því heim aftur. Lestarmiðinn til spillis. En aukadagur fyrir lærdóminn sem kom sér ekki illa.

ræræræææææææ

hér eru myndir sem ég setti upp á þessu nýja Picasa forriti. Hef skemmt mér vel við að eiga við myndirnar. Hér eru þær.

Njótið.


Hlekkir