jæja

er á lífi, hætt að borða ís

búin að fara til Íslands og tilbaka

er flutt í nýja húsið í Delft, búin að koma mér ágætlega fyrir, bý hér núna með Ren og Hendrik. Í vikunni koma svo hinir þrír meðleigjendurnir, Bing, Janita og Jorge. Erum yfir okkur ánægð með húsið, svo yndislega gaman að búa í miðbænum. Maður verður var við lífið án þess að þurfa að leita eftir því. Kirkjuklukkurnar eru þó ennþá skemmtilegar, spurjið mig eftir nokkra mánuði hvort þær séu að gera mig brjálaða...

Byrjuð í vinnunni hjá Olaf Gipser sem var stúdíókennarinn minn á haustönninni. Mjög skemmtilegt. Ég og Linda bekkjarsystir mín erum að vinna saman. Samkeppni um viðbyggingu við bókasafn Gunnars Asplunds í Stokkhólmi. Frábær áskorun og við fáum virkilega að hafa áhrif á tillögur. Búnar að byggja risa módel af svæðinu í skalanum 1:200. Fyllir herbergið í vinnunni. Vinnan er í Amsterdam og við byrjum daginn á því að fara í lest í klukkutíma og svo aftur heim að kvöldi.

Hjördís, Kári og Styrmir eru flutt til Delft. Þau búa í geggjuðu raðhúsi í úthverfi Delft. Ég er búin að koma nokkrum sinnum til þeirra. Þau búa til góðan mat hvort sem maður borðar hann við útileguhúsgögn eða þeirra eigin borðstofuborð. Þau fengu ekki gáminn afhentann fyrr en 16 dögum eftir að þau komu til landsins. Þeim hafði verið sagt að þau fengju hann 2 dögum eftir komuna. Nágrannar þeirra lánuðu þeim svona samanfellanlegt borð með áföstum stólum. Útileguborð. Mjög sætt. Svínvirkaði. Núna eru þó húsgögnin komin í hús og þau búin að koma sér vel fyrir. Mamma Hjördísar er í heimsókn hjá þeim og ég var svo heppin að vera boðin í íslenskt lambalæri sem bragðaðist ROSALEGA vel. Svo var sérlega góð heimabökuð súkkulaði og myntukaka í eftirrétt. Slúrp!

Ligg núna á rúminu mínu í fína stóra herberginu. Búin að smyrja mér nesti fyrir morgundaginn. Fólk er að tínast til Delft úr sumarfríum sínum. Alltaf að hitta fleira og fleira fólk. Það var gaman á Íslandi en það var líka gaman að koma aftur heim til Delft.

svona lítur herbergið út


Skólinn byrjar 4. sept. Kínaferð 13. okt. víííí :)

Farin að sofa zzzzz

Vona að Móa sé búin að unga út úr sér frumburðinum!


Hlekkir