jæja, fimmhundruðkallinn búinn að tróna á toppnum nógu lengi, ég geri ráð fyrir að allir hafi skemmt sér vel á þjóðhátíðardaginn...

nú er komið sumar, hitinn læðist upp í 30 gráðurnar á daginn, rakinn eftir því. stöku hitaskúr. bara meginlandssumar í hnotskurn.

fór í útilegu um daginn á eyju í Frieslandi, sem heitir Terschelling. rosalega falleg eyja þar sem við skemmtum okkur konunglega. myndir fara kannski á myndasíðuna fljótlega. hér er ein mynd þaðan.



ragnhildur undrasystir kemur til mín annaðkvöld og við ætlum ásamt ren að lestast yfir til berlínar á laugardaginn þar sem við ætlum að rölta um borgina og skoða margt og mikið. á þriðjudaginn er svo fyrirfram ákveðinn hápunktur ferðarinnar því þá berjum við loksins þá frægu hljómsveit Radiohead augum og fáum að njóta eyrnakonfekts þeirra kumpána. mikil gleði.

svo er planið að fara eina helgi til Ghent í Belgíu, um miðjan júlí. svo verður farin 3-4 daga Zumthor ferð í byrjun ágúst. þess fyrir utan verð ég hér, mun hlekkja mig við tölvuna og dúkahnífinn (ekki gott kombó kannski) við teikninga- og módelsmíð.

er búin að vera að átta mig á því hægt og hægt, hve mikið ég missti í raun í brunanum mikla. það er komið upp í nærri 400 evru virði af efni, bókum og áhöldum. stend nú í því að reyna að fá einhvern pening í bætur... það er ekki gaman. sjáum til hvernig það fer.

sendi sumarkveðjur til allra (þessara fimm) lesenda með von um að þið séuð að njóta sumarsins í hvaða veðráttu sem það sýnir sig.


Hlekkir