Í dag erum við Ragnhildur að skiptast á rúmum. Um daginn skiptumst við á lögheimilum. Hún ætlar að leigja íbúðina mína. Hún ætlar að taka við kisunni minni. Hún ætlar að nota húsgögnin mín og vaska upp í vaskinum mínum. Hún er að verða ég. Ég ætla með rúmið mitt í herbergið hennar, ég ætla að setja fötin mín í skápana hennar. Ég er að verða hún. Þannig að núna er ég tuttugu og fjögurra ára! Það eru ágæt skipti. Verst að hún er að verða þrítug! Grey stelpan. En hey, partý anyone?

" Ég " og kisa að kúra.






Þar sem ég mun leigja út íbúðina mína var ákveðið að leggja í framkvæmdir til að bæta við einu herbergi. Einar kom í kvöld og gerði GAT á vegginn inn í stofu. Ekki var eitt snifsi af pappír eða neinu skemmtilegu inní veggnum og er ég asskoti fúl yfir því. Ég ætla að setja eitthvað skemmtilegt dót inní vegginn sem smíðaður verður á milli stofanna tveggja. Semja vísu og skrifa á gipsplöturnar að innan. Eða skilja eftir dagblað. Það er nú lágmark.




Ragnhildur á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn músin mín.



Jahá...

Geri nú ekki ráð fyrir að neinn sé að lesa þetta blogg lengur, en var að spekúlera í að reyna að blása í það lífi. Reyni að segja frá lífi mínu í Delft í Hollandi, en þar verð ég stödd í vetur í námi.


Ætli Delft sé öll svona?


Hlekkir