ein voða spennt!

er að fara í ferðalag í næstu viku með Ren, Hendrik, HuiPing og kannski fleirum. Ætlum að leigja bíl, keyra til Köln, keyra til Speier (líka í Þýskalandi, heimabær Hendriks) keyra til Basil, fara til Ronchamp, Vitra og fleira, keyra heim í gegnum Brussel. Miðvikudagur til sunnudags. Get ekki beðið! Nú þarf ég bara að klára þessa désk..... ritgerð um hann Rossi beib, þá get ég farið. víú víú!!

Belgía, Þýskaland, Frakkland, Sviss, Holland. Fimm dagar. Road trippin with my three favorite allies
Fully loaded we got snacks and supplies
Its time to leave this town
Its time to steal away
Lets go get lost
Anywhere in Europe.

Góða helgi elskurnar mínar. Og já, svo ég segi það nú bara einu sinni svona fyrir fullt og allt. Ef þið eruð að lesa þetta, þá megið þið gjarnan láta mig vita... skrifið mér eitthvað fallegt í commentin. plííííííís

U





Hangikjet
flatbrauð
harðfiskur
íslenskt smjör
sviðakjammar
sviðasulta
blóðmör
lifrarpylsa
rúgbrauð
malt og appelsín
hákarl
brennivín

var það sem við Íslendingarnir buðum upp á í norrænu partýi á laugardagskvöldið. Fylltum ferðatöskur af mat, þegar haldið var til Hollands eftir jólafrí heima.

Þar voru líka Sören frá Danmörku, hann bauð upp á dýrindis fiskrétt, kjöt og ákavíti, Sandra hin sænska bauð upp á sænskar kjötbollur og rauðkál, hreindýr og elg. Caroline hin norska bauð upp á síld og fleira.

veisluborðið og Sören að skenkja ákavítið

Æðislegt kvöld frá A til Ö. Borðað, dansað, sungið, drukkið. Partýið var haldið uppi í risi í gömlu húsi í miðbænum. Hrátt að innan, pípur og gólffjalir, enginn hafði áhyggjur af að hella niður. Maturinn á borðum sem búin voru til úr gömlum hurðum. Kerti út um allt, því ekkert var rafmagnið þarna uppi. Allir skemmtu sér konunglega. Flestið smökkuðu hákarl og brennivín. Kom mér reyndar á óvart hvað allir voru óhræddir að smakka. Flestum fannst hákarlinn vondur en brennivínið skolaði þessu niður öllusaman.

Rúna var alveg æst í sviðakjammana.

Held þetta hljóti að hafa verið skemmtilegasta þorrablót sem ég hef farið í. Íslenski fáninn á staðnum, Sálin hans Jóns míns, íslenski þjóðsöngurinn, svo sá danski. Þjóðarstoltið í botni. Áfram Ísland!

og það var dansað


Íslendingafélagið Rúna, Pétur og Árni

Fleiri myndir úr partýinu eru í myndaalbúminu sem má finna í tenglasafninu hér hægra megin.



Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir! Lesendur sem mér skilst, eftir að hafa hitt marga ykkar, að séu miklu fleiri en ég hélt. Stóð alltaf í þeirri trú að það nennti enginn að lesa þetta raus. Gaman að því.



Komin aftur heim til Hollands eftir að hafa verið heima á Íslandi í æðislegu jólafríi. Matur, bækur, svefn, spil, leikhús, bíó, partý, fjölskylda og vinir. Hefði ekki getað verið betra. Takk fyrir mig! Þó alveg ágætt að koma aftur. Rútína, vinna og vinir biðu mín hér, og það er líka gaman. Komin á fullt í verkefnið. Við Linda, teymið, að vinna að gróðurhúsagerð með afþreyingarívafi.

Hér er leiðindaveður, mjög íslenskt. Rok og rigning, ansi kalt. Fór að pæla í því áðan hvernig maður upplifir veður, þegar maður er innandyra. Kíkir út um gluggann, sér hvort trén bærist, vatnið gárist, fólk stígi í vindinn. Aðrir hlutir eru svo fastir og niðurnjörvaðir. Við nefnilega límdum upp helling af a4 blöðum í morgun. Settum þau á gluggann minn. Fyrir neðan gluggann er ofn sem hitar á fullu. Blöðin lyftast svo frá glugganum vegna hitans sem rís, taktfast, og það kemur mjög skemmtilegur effekt. Rosalega einfalt, en allt í einu er komið veður/hita mælir inn í herbergið og það er allt á hreyfingu. Mér finnst að það ættu að vera fleiri hlutir utandyra sem hreyfast eftir veðri. Flaksast um. Sjónræn merki um hreyfingu lofts. Ég sé fyrir mér hús með áferð sem hreyfist. Þunnir kaðlar sem þekja hús að utan sem bærast í vindinum og það er eins og húsið sé loðið og hár þess bærist. Á Íslandi væri þetta hús á eilífri hreyfingu.


Hlekkir