Já, Matta búin að fara í aðra aðgerð og það lítur út fyrir að bataferlið sé loksins komið í gang. Húrra fyrir henni.

Nú er ég loks komin í mitt eigið herbergi í húsinu. Ég er búin að vera undirleigjandi síðan í júlí á síðasta ári. Nú hef ég mín réttindi og þar með skyldum að gegna. Núna er ég yfirumsjónarmaður ryksugunnar :) Þetta er að sjálfsögðu mikið ábyrgðarhlutverk. Nú rétt í þessu var ég að skipta um ryksugupoka og koma henni fyrir á sínum stað. Er alveg uppgefin eftir þetta erfiða verk.

Herbergið er lítið, en með afar góðu útsýni. Ég verð að taka mynd fljótlega og setja hér inn.

En annars hef ég lítið að segja. Ren á afmæli í dag og hann ætlar að elda fyrir 35 manns í kvöld. Brjálæðingur.

Ég ætla að búa til eftirréttinn. Bilun.

Veðrið er fallegt og vor í lofti. Um helgina bjó ég til módel af Kárahnjúkasvæðinu. Einn millimetri er 25 metrar. Skalinn er rosalegur. Önnur bilun. En gaman.

Hafið það gott.



Mig langar að benda mínum örfáu lesendum á grein sem birtist í Austurglugganum í vikunni. Þar er fjallað um yngstu systur Grétu minnar, hana Möttu, sem greindist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm í október síðastliðnum. Hún var send til Danmerkur akút og foreldrar hennar hafa verið með henni á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn síðan. Hún fór í lifrarskipti og síðan þá hefur ýmislegt bjátað á og sem stendur bíður Matta eftir nýrri lifur fyrir aðra aðgerð. Ég fylgist með þeim daglega og hrýs hugur við því hversu erfiðlega þetta virðst vera að ganga á stundum.

Norðfirðinar standa fyrir styrktar- og uppbyggingarkvöldi á fimmtudaginn næstkomandi. Einnig er bent á söfnunarreikning til handa þeim fjölskyldunni vegna langar fjarveru frá vinnu og útgjalda tengdum veru þeirra í Kaupmannahöfn.

Það er erfitt að biðja um hjálp, og auðvitað er hjálpin sem þau vantar sú að Matta fái heilsu aftur. En ég held að peningaáhyggjur hjálpi ekki í bataferlinu og bið því ykkur sem getið séð af aur leggið þeim lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Sýnum samhug.

Banki 1106-26-1532
Kt. 020756-2339

Lesa má skrif Möttu, foreldra hennar og systra á þessu bloggi.

Takk.



já...

það fæddust engir kettlingar.

á föstudag fyrir rúmri viku hringi Ragnhildur undrasystir og sagði mér að kisa hefði verið með hríðir um nóttina. hún hefði fætt eitthvað sem var lítið og ekki hægt að bera kennsl á. seinna um daginn endurtók hún leikinn tvisvar.
svo var farið með hana á dýraspítala og það var niðurstaða læknis að kettlingarnir hefðu látist fyrir einhverjum vikum síðan og þetta væru leifarnar sem kisa væri að losa sig við.

þar sem kisur hafa ekki tíðahring þá getur hún ekki losað sig við fóstrin fyrr en í lok áætlaðrar meðgöngu. fæðingin var á réttum tíma og þetta voru þrjú fóstur eins og mig hafði dreymt. kannski hefði ég átt að sjá þetta fyrir því í draumnum voru kettlingarnir ekki eðlilegir.

já, svolítið sorglegt alltsaman. en kisumús er heilbrigð þannig að það er fyrir mestu.

þennan dag var ég að pakka öllu úr herberginu og flytja það á ganginn. þennan dag kom ren og hjálpaði mér, en hann ákvað upp úr þurru að hringja heim til malasíu. fannst hann þurfa að hringja heim. hann komst þá að því að hundnum hans hefði verið stolið. pabbi rens var að ganga með hundinn úti, hundurinn var laus. maður kom á mótorhjóli og tók hundinn og ók í burtu. ótrúlegt. ÓTRÚLEGT!!! ég fatta ekki svona. hundurinn er enn ekki kominn tilbaka, og ekki líklegt að það gerist. það eru allir niðurbrotnir, því hann var þvílíkur gullmoli sem öll fjölskyldan sá sem hluta af lífi sínu.

við ren vorum því í gæludýrasorgarferli á föstudag. já já, bara gæludýr segja sumir. en það er líka fólk sem hefur ekki tengst gæludýrum sjálft.

morguninn eftir fór ég til Manchester og var þar í viku með bekknum mínum. mjög góð ferð, lærði slatta og sá skemmtilegar byggingar. en það var líka gott að koma tilbaka. þó ég eigi ekki herbergi. ég held ég hafi aldrei í lífi mínu hlakkað eins mikið til að það kæmi mánudagur og ég gæti farið í skólann. þar sem ég hef mitt borð, mína tölvu og minn bolla. allt mitt hafurtask er á ganginum í húsinu og ég sef á lítilli dýnu í herbergi sem er á daginn notað sem skrifstofa. ekki rosalega kósí, en ég vona að ég haldi minni litlu geðheilsu þar til ég fæ mitt herbergi. allir eru mjög hjálplegir samt, og sérstaklega Lína mín, sem hýsti mig eina nótt og leyfir mér að hanga á sófanum hennar :)

þetta verður samt allt í góðu lagi.

nú er bara harkan sex. back to work.

ciao!


Hlekkir