Rólegheita dagur í dag. Allt lokað á sunnudögum og varla fólk á ferli. Bærinn sefur mjög vært. Og ég líka.

Í kvöld komu svo Íslendingarnir í mat til mín. Við Rúna hjálpuðumst að við að elda matinn. Vorum með ítalskt þema í forrétt, mozzarella ost og tómatata, pestó og ost á brauði. Í aðalrétt var svo ónafngreindur fiskur sem bragðaðist þó ágætlega, kryddaður með karrýi og hrísgrjón. Rautt vín til að skola þessu niður. Einn sat á skrifborðsstól, einn á klappstól, einn í hægindastól og einn í rúminu. Borðið var skúffueiningin undan skrifborðinu. Agalega lekkert. Íslensk tónlist í eyrum. Ræddum Baugsmálið. Maður verður að fylgjast með skúbbinu í íslensku viðskipta/stjórnmálalífi.

Ræddi svo heillengi við Ragnhildi í gegnum Google-Talk. Tæknin er ótrúleg, og vel þegin. Minnist himinhárra símreikninga þegar ég var stödd í Atlanta forðum daga.

Ég var víst klukkuð um daginn...Á að segja 5 tilgangslausa hluti um sjálfa mig.

1. Ég sakna bíla. Ég hef ekki sest inn í bíl í 25 daga. Það hefur örugglega aldrei gerst áður.

2. Ég vakna við kvak í öndum annarsvegar og læti í ruslabílum hinsvegar, á hverjum degi. Stöku sinnum vakna ég við að fólk er að henda glerflöskum í einhversskonar dall, með þeim afleiðingum að þær brotna. Þetta á að vera endurvinnsla. Mér dytti ekki í hug að fara í Sorpu kl. 7 á morgni.

3. Ég hef aldrei hitt nágranna mína í íbúðum 55 og 59.

4. Ég hata hvítlaukspressur. Það er ekki séns að þrífa þær, öll þessi litlu göt gera mig brjálaða.

5. Ég elska tré. Sé þau út um gluggann hjá mér. En ef ég fer í heimsókn til fólksins á efstu hæðum hússins, horfir maður niður á þau. Langt fyrir neðan. Mjög ónáttúrulegt að horfa á tré ofan frá. Eina sem ég pæli í er hvort þau myndu taka fallið af mér, ef handriðið myndi gefa sig, þar sem ég stæði á 16. hæð að góna niður á trén.

Veit ekki hvern ég á að klukka. Held allir bloggarar sem ég þekki séu búnir að fá á sig svona klukk. Nema kannski Agnes og Anna Sóley og ef til vill Rúna. Sjáum hvort þær taki við sér. Klukk!



Afmælisbörn síðustu viku, Linda og Yen
Við fögnuðum á De Ruif, þar sem alþjóðlegir háskólanemar hittast á miðvikudögum hér í miðbæ Delft.
Þarna var ég í morgun að skoða markaðinn, endalaust mikið af dóti til sölu. Keypti fisk og osta.
og að lokum ljótasti gólfdúkur í heimi! Hvergi annarsstaðar en í mínu herbergi.



European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the European Union rather than German, which was the other possibility.

As part of the negotiations, the British Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5- year phase-in plan that would become known as "Euro-English".

In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in favour of "k".

This should klear up konfusion, and keyboards kan have one less letter.
There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the troublesome "ph" will be replaced with "f". This will make words like fotograf 20% shorter.

In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible. Governments will enkourage the removal of double letters which have always ben a deterent to akurate speling. Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag is disgrasful and it should go away.

By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "z" and "w" with "v".

During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou"
and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensibl riten styl. Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech oza.

Ze drem of a united urop vil finali kum tru. Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze forst plas



Jæja, kassarnir komnir loksins. Búin að vera að raða hlutunum mínum í kringum mig í kvöld. Fjölskyldumyndir komnar upp á vegg. Nú þarf ég bara að parketleggja, og þetta er fullkomið.
Komin í lopapeysuna. Aðeins farið að kólna hér, og rigningin lætur ekki bíða eftir sér. Sérlega gaman að koma holdvot í skólann. Ekki æskilegt að fara úr blautum gallabuxum og skella þeim á ofninn, ó nei. Þarf að fjárfesta í svona plastslá, eins og innfæddir virðast duglegir að nota. Já, svo þarf maður auðvitað regnhlíf, held ég hafi aldrei átt svoleiðis... Þeir eru snillingar í að hjóla og halda á regnhlíf í leiðinni. Held ég bjóði ekki í svoleiðis kúnstir. Við það myndi ég bætast í sístækkandi hóp þeirra erlendu mastersnema sem detta af hjólinu sínu og slasa sig.



Þessi eldavél er ekki sú kröftugasta af þeim öllum, það er alveg ljóst. Það eða ég er orðin svo svöng þegar ég kem heim á kvöldin að þolinmæðin er engin... gæti verið.

Erum búin að vera á kafi í verkefni alla vikuna, fyrir utan venjulegu kúrsana. EU-City heitir verkefnið. Þrír arkitektar að láta okkur kanna Holland í þaula (eða eins vel og hægt er á viku) með mismunandi sjónarmið í huga. T.d. var ég í hóp sem kannaði pólitík í Hollandi. Við skoðuðum uppbyggingu stjórnkerfisins, hvernig það hefur áhrif á þéttbýlismyndun í landinu. Aðrir hópar skoðuðu iðnað, samgöngukerfi, ferðamannaiðnað, húsagerð o.s.frv. Lokakynningin á svo að fjalla um nýja borg í Hollandi, hvar, hvernig og á hvaða forsendum hún þyrfti að virka. Spennandi. Þessir gaurar komu í LHI í vor. Man eftir fyrirlestri frá þeim. Og ENN er pastað ekki soðið!!

En já, er svo í öðrum kúrsum. Stúdíókúrsinn hefst í næstu viku, þessi vika var tileiknuð þessum EU-City kúrs. Þeir flakka um Evrópu og láta arkitektanema skoða öll löndin. Svo á að verða úr þessu bók.
Hinir kúrsarnir eru: Skipulagsfræði (saga skipulags í Hollandi). Saga arkitektúrs. Teikning og miðill (umræðuhópar um tengslin milli kenningarsmíði og praktíkur)þar sem við lesum bók eftir Stan Allen, Practice; architecture, technique and representation, og meltum í umræðuhópum. Svo er það Design Studio, (sem ekki er byrjað) en samhliða því erum við að lesa bók Aldo Rossi's Architecture of the City, og seinna bók eftir Venturi. Svo erum við í fyrirlestrum hjá Patrick Healy, þar sem við lesum bókina Beauty and the sublime. Þannig að já, þetta er ansi theóretískt ennþá, en það kemur ekki að sök. Finnst sá bakgrunnur frá LHI ekki vera mín sterka hlið. Fullt af ritgerðum sem á svo að skila, og allavega eitt próf. Ah, pastað soðið...

Kassarnir sem ég sendi á undan mér koma á morgun, 7,9,13... Meira vesenið á þessu. Er ennþá bara með einn gaffal og eitt glas og eina skeið og einn disk. Eldhúsdótið mitt er í kössunum í Rotterdam. Allir aðrir búnir að fara í IKEA og versla dót, en ég bíð eftir mínu, sem ég verslaði í IKEA á Íslandi. Hvar væru námsmenn án IKEA? Og hvar væri IKEA án fátækra námsmanna???

Þrátt fyrir lítinn svefn undanfarnar nætur er stefnan tekin á De Ruif, bar niðrí bæ. Þarna hittast nemar í Delft einu sinni í viku (meðal annarra staða) og drekka ódýran bjór. Í kvöld á að fagna afmæli ítölsku stelpunnar (22 ára btw) og í kvöld á einnig að fagna afmæli Hong-Kong gaursins sem á afmæli á morgun (ætli hann sé ekki 21!!!(ég er ellismellur hér en þeim mun þroskaðri))

Hef ekki hitt Íslendingafélagið (Rúnu, Árna og Pétur) í nokkurn tíma sökum anna, og frétti að þau yrðu þar í kvöld.

Fór til Rotterdam um helgina, þrammaði hana í 7 tíma. Töff, mjög töff borg. Þær verða ófáar ferðinar þangað á þessum námsárum grunar mig. Gerólík öðrum borgum í Hollandi sem ég hef séð. Fórum líka í langa rútuferð í síðustu viku með skólanum, þarf að koma mér upp myndasíðu greinilega...



Þetta er Bouwkunde byggingin, þ.e. arkitektúrdeildin með 3000 nema af 13000 skólans alls.


Og þetta er framan við bygginguna, síki sem umkringir hana. Sérlega gaman að sitja í matsalnum við gluggann og horfa út á vatnið og endurnar... svo eru skemmtileg útirými sem teygja sig yfir vatnið.

og stúdínan á "nýja" reiðfáknum.

og þessi mynd er tekin af 21. hæð rafmagnsverkfræðideildarinnar. Þarna horfi ég norður eftir borginni, og þarna sér maður í raun alla leið til Haag. En myndgæðin ekki upp á marga fiska, svona í gegnum glerið. Já, afar snögg lyfta sem Íslendingafélagið var búið að fræða mig um. 24 sek. samkvæmt Seikó!

Íslendingafélagið títtnefnda frá vinstri talið: Árni, Rúna og Pétur. Á lyftubrú hér í borg. Fólk að veiða þarna við hliðina á okkur, trúlega væri óskafengurinn reiðhjól frekar en fiskur...

og síðast en ekki síst pastað seintsjóðandi, inni í eldhúskróknum mínum. Í litlum bæ við litla tjörn býr stór stelpa með lítið glas og lítinn disk og litla skeið...



Útsýni úr glugganum niður á tjörnina.
Rigning! Fyrsta rigningin.
Séð út um gluggann í búðina sem er hérna á planinu.





Herbergið mitt. Sit útí horni og er að tala við mömmu á Google talk. Glugginn og hurðin fyrir aftan mig. Lokaða hurðin er inn á bað.



Halló fólk.

Internetid er enn ekki komid í gang í herberginu mínu, er ad vinna í thessu. Er nuna a bokasafninu, fer i fyrsta timann a eftir. Voknudum snemma til ad hringja i Eimskip til ad athuga hvenaer kassarnir okkar vaeru vaentanlegir. Komumst ad thvi ad vid verdum heppin ef vid faum tha i thessari viku. Thurfum ad senda theim busetuvottord, sem faest i Radhusinu. Nema vid hofum ekki komist thangad enntha. Svo er Arni skradur fyrir sendingunni og hann er ekki med faedingarvottordid sitt, sem er naudsynlegt til ad fa busetuvottord! Vesen pesen...

Delft er mjog falleg borg, gaman ad labba um hana og skoda, setjast svo nidur a naesta gotuhorni og fa ser ol. Er buin ad vera i sumarfrii thessa helgi, og hafa thad doldid naes. Skolinn er risastor, og er bara buin ad sja brot af honum. Arkitekturdeildin er mjog flott, fint modelverkstaedi og adstada. Nema madur er ekki med sitt eigid studiobord, eins og i LHI. Thannig ad madur verdur her og thar og svo heima ad laera.

Herbergid er agaett, ekki agalega fallegt, og ekkert hraedilegt heldur. Er samt buin ad fa nokkra gesti af skordyraaettum, veit ekki hvort thetta eru afkomendur Hr. Kakka Lakka eda hvort thetta er fjarskyldari aettingjar. En thyrstir eru their! Koma thegar sturtan er notud, og komu thegar eg skuradi golfid. Vildu hjalpa mer ad thurka upp thessa bleytu. Greyin, er ad hugsa um ad opna bara bjordos fyrir tha og leyfa theim ad sotra. Eg by a Roland Holstlaan, a 2. haed, af 16 haedum mogulegum.

Er buin ad kynnast folki fra Frakklandi, Hollandi, Makedoniu, Malasiu og Singapúr. Enntha eftir ad hitta fullt af folki. Hitti Josnu( hun heitir Jasna) a flugvellinum i Amsterdam. Hun var a EASA thinginu (sumarskolanum)i Danmorku fyrir tveimur arum. Svo vorum vid tvaer ad rolta um baeinn a fostudag og rakumst tha a Jelk sem er Hollendingur og hann var lika a EASA. Hann vinnur her i midbaenum, nyutskrifadur. Hann hringdi i Gerald vin sinn, sem var lika a EASA og vid satum og spjolludum allt kvoldid. Their fraeddu okkur mikid um hollenska sidi og venjur. Mjog gaman. Og thvilik tilviljum.

Er buin ad kaupa mer Gezelle hjol. A ad vera edal typa. Thad er notad og litur saemilega ut. Held eg hafi samt borgad adeins of mikid fyrir that. Hafdi bara ekki tima til ad leita meira. Var buin ad vera ad labba borgina thvera og endilanga, ekki buin ad koma mer inn i straetokerfid, eda trammana. Svo theysti folkid a hjolum fram hja mer og eg horfdi ofundaraugum a bogglaberana.

Her er hlytt, rakt og sol, stundum mistur. Innfaeddir segja mer ad sumarid hafi alls ekki verid gott, en nu se ad byrja extra gott sidsumar.

Jaeja, aetla ad fara ad koma mer i tima. Kvedjur fra Delft.

Una



Jæja, lent, komin í skóla, komin með herbergi, en internetið enn ekki komið í gang. Er núna inni hjá henni Rúnu skólasystur minni, ásamt þeim Árna Frey og Pétri, erum að sötra bjór og spjalla.

Ferðasagan seinna, en allt fínt að frétta. Heitt, rakt veður hér.

Later


Hlekkir