já, tíminn flýgur...

Ragnhildur undrasystir komin og farin. Ég held að það hafi ekki verið tekin ein mynd af því tilefni. Sem er leitt. En þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og heimsækir mig þessi elska, maður er bara orðinn góðu vanur og hættur að taka þessu sem þeim sérstaka viðburði sem það er í raun og veru. Það er alveg sérstakur viðburður þegar maður eyðir tíma með sínum nánustu. Ég kann vel að meta þann tíma. Og þessi heimsókn var engu síðri en hinar. Við borðuðum gott, versluðum gott, horfðum á gott, hlógum, leiddumst, fífluðumst, drukkum, sváfum og margt fleira. Hún fór einn dag til Rotterdam á listasöfn með Ren og Gosiu á meðan ég lærði. Hitti þau svo í mat um kvöldið. Svo skruppum við til Amsterdam þar sem Janneke nýja vinkona mín sýndi okkur skemmtilega staði þar. Borðuðum hollenskan mat í boði Rúnu og Adriaan. Fórum til Haag í bíó og versla. Og að sjálfsögðu þarf ég alltaf að vera með samlætisverslunarpoka. Annars er maður allur skakkur að sjá. Jú og svo þurftum við að versla nokkrar jólagjafir.

En svo fór hún bara :(

Um helgina var menningarhátíð hér í Rotterdam sem heitir Reykjavik to Rotterdam. Fórum að sjá Heima myndina þeirra Sigurrósar manna. Rosalega falleg og skemmtileg mynd. Svo fyrst við vorum komin til Rotterdam þá fórum við líka á tónleika með Seabear hljómsveitinni íslensku. Það var gaman. Svo var alveg sérstaklega gaman að brennivínið var í boði Samskipa. Það flaut um allt og við vorum nýttar í framburð á brennivíni. B-R-E-N-N-I-V-Í-N. Hollendingarnir voru já forvitnir um framburð og smökkun á þessum helga drykk okkar. Anís og kúmen já. Það var verra þegar þeir kröfðust þess að maður tæki sko þeim til samlætis....

Næstu helgi ætlum við nokkrar saman að fara í helgarferð til Brussel.
Nú er bara harkan sex! Dagarnir fljúga og margt eftir að gera. Ég kem heim 20. des og verð til 8. jan. Ég þarf að vera dugleg að vinna líka í verkefninu. Ætla að reyna að fá inni hjá pabba á skrifstofunni. Vinna þar á daginn.

Þessa dagana er ég búin að vera að rembast við að fá hæðarlínur af svæðinu mínu á Kárahnjúkum (þar sem lokaverkefnið mitt er) af hinum ýmsu stofnunum. Það hefur ekki gengið vel og því er ég að teikna þetta allt sjálf. Landmælingar Íslands vildu selja mér þær fyrir rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur!!! Hvað í fjandanum á það að þýða??? En þetta reddast. Hér má sjá sýnishorn af því sem ég er bissí við þessa dagana. Verk í vinnslu.





Hvernig segir maður náttúrminjar og friðlýst svæði á ensku?

Annars er lítið í fréttum. Hvað segið þið??? Hvernig er í lífinu ykkar? Segið mér sögur. Plís.





Páfagaukur sem rokkar! Yyyyyndislegt!



Hún er komin og farin, hún Katrín mín. Skrapp til mín í helgarferð. Það var alveg indælt fyrir utan að heilsan var eitthvað að hrjá okkur báðar. Ekki skemmtileg tímasetning fyrir heilsubresti. En þó náðum við að sjá og gera eitthvað. Versluðum aðeins á föstudaginn og fórum á afrískan veitingastað um kvöldið með nokkrum Íslendingum og tveimur Hollendinum. Jafngóður matur þar og síðast þegar ég fór. Klikkar ekki. Magn af bjór innbyrtum um kvöldið var örlítið of mikið. Við (ég) bárum þess að minnsta kosti merki á laugardagsmorgninum...

En til Haag komust við þó og byrjuðum á stórskemmtilegu Escher safninu. Þessi listamaður var snillingur bæði í hugsun og handverki. Frábær sýning, "verður-að-sjá" (must see).

Það var þó ótrúlegt hvað hún Katrín litla var lítil þarna inni...


...og greinilegt að ég er búin að vera dugleg að taka lýsið mitt undanfarið!

Svo var haldið í verslanir og spreðað smáááá.
Svo fór hún bara í morgun. Stutt og laggott.

En nú á ég grænar Ora baunir! Við ætlum að borða hangikjetið hennar Rúnu einhverntímann á næstunni. Namm hlakka til.



Partýið var sveitt! Rosa stuð langt fram á morgun. Sumir hressari en aðrir samt. Mér láðist að taka myndir í partýinu, tók tvær áður en gestir mættu:

Móttökuskiltið


Verndarstyttan


Fólk komið í sitt fínasta púss


Don't mess with my wings !


Svetlana og Ronenskia

Fleiri myndir má sjá hér og hér


Hlekkir