kannski er þessi fallegi kisi að verða pabbi á næstu dögum? Hann er allavega einn af kandídötum, því kisa var ekki svo pikkí fyrir 60 dögum síðan þegar hún þurfti að fá sinn skammt. það var víst allsvakalegt að sjá hana. brennt inn í minni ragnhildar.


hér má sjá hana mæla hann út... stuttu síðar skilst mér að hún hafi stokkið á hann ( já rúna mín, skottið beint upp í loftið)



hér má sjá skottuna okkar að athuga hvort það sé ekki allt í orden þarna uppi á stokknum í horninu.




Annars á hún samkvæmt okkar mjög svo vísindalegu útreikningum að vera komin á steypirinn hvað úr hverju. ég spái komu þriggja lítilla kríla. Sjáum til. Mér finnst mjög áhugavert að pabbarnir geta verið jafnmargir og krílin. Það gæti því verið litríkur kettlingahópur á leiðinni í heiminn.

Ég er ekkert spennt.

nei nei.



Mikið hefði verið gaman að vera stödd á áheyrnarpöllum Ráðhúss Reykjavíkur nú í hádeginu. Hanna Birna lemjandi bjölluna eins og óð manneskja til að reyna að hemja skarann sem er misboðið vegna ótrúlegra vinnubragða borgarfulltrúa.

Hefði verið stuð.

Tek undir með þeim.

"Hættið við!"



Ég verð að benda fólki á uppáhaldsútvarpsþáttinn minn, en það er þátturinn Krossgötur með Hjálmari Sveinssyni á Rás eitt á laugardögum.

Vel gerðir þættir um málefni líðandi stundar en oftar en ekki er hann að rannsaka skipulags- og byggingarmál og gerir það mjög vel.

Hann spyr spurninga eins og af hverju annars góðu deiliskipulagi sé ekki fylgt til enda við afgreiðslu mála í borginni. Það hefur sýnt sig að skipulagsráð Reykjavíkurborgar bugtar sig og beygir fyrir fjársterkum aðilum er vilja byggja stærra og hærra en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Það gera þeir þrátt fyrir að til séu gögn sem eru unnin af fagfólki sem það gæti auðveldlega, og á örugglega samkvæmt lögum, að hlýða. Vert er að benda aðilum beggja megin borðsins á það og því er öll svona umræða af hinu góða. Bæði til að minna stjórnmálamanninn á fyrir hvern hann er að vinna og einnig fyrir leikmenn og íbúa borginnar að átta sig á þeim gögnum sem fyrir liggja sem gætu aðstoðað þá við að berjast fyrir rétti sínum.

Í þættinum í gær kom gatan mín við sögu og er það vel. Er sammála viðmælandanum og nágrannakonu minni í Meðalholti að uppbyggingin á reitnum Einholt/Þverholt var þörf og fæstir íbúar sem eru gagngert á móti henni, en það er aðallega byggingarmagnið sem fer úr öllu jafnvægi við þá byggð sem fyrir er og þar með rýrir gæði þeirra sem hafa fest eign á húsnæði í þessu annars fína hverfi Reykjavíkur. Hún var ekki bara að kvarta yfir þeim 5-6 sprenginum sem hrista upp í eldhússkápunum hennar sex daga vikunnar, afleiðing yfirstandandi byggingar bílakjallara á reitnum. Þegar mótmæli vegna skipulagsins komu fram var okkur íbúum bent á að við ættum ekki að kvarta mikið þar sem fyrstu drög gerðu ráð fyrir sextán hæða húsum! Því ættu 5-8 hæðir ekki að angra okkur svo mikið.

Gögn um yfirstandandi uppbyggingu má finna á skipulagssjánni, en þar fann ég uppdráttinn af svæðinu og ákvað að klippa úr honum bút af sneiðingu.



Það verður æði þegar fleiri hundruð manns flytja í götuna. Höldum grillpartý. Gott mál að ég er orðin nokkuð andstæð einkabílnum og mun því vonandi sjaldan þurfa að finna bílastæði í götunni. En ég mun örugglega heldur ekki fá heimsókn frá dreifbýlisfólkinu vinum mínum og ættingjum. Það gæti þó orðið möguleiki ef þessi fyrrnefndur bílakjallari verður opinn öllum.

Nú sit ég og hlusta á þáttinn Orð skulu standa, jú einnig á Rás eitt, meðan ég rembist við hæðarlínur af Kárahnjúkasvæðinu. Reeeeeeeeeembingur. En samt gaman.



Hér talar fólk varla um annað en auglýsingarnar um Reyka Vodka. Ég fór að vera forvitin og YouTubaði þær því. Ansi hreint skemmtilegar auglýsingar með Hafdísi Huld og íslenskum kjánaskap. Leggst að minnsta kosti vel í Hollendingana.







Kijk!




Hlekkir