Ein mynd af Sif sem fær stundum að lúlla í Unubóli, sefur hérna við hliðina á mér meðan ég pikkast í tölvunni.




Guðrún var hress

Snorri líka...




Margmenni var í lauginni í dag, 10 manns það mesta.



Já, sunnudagur að kveldi kominn. Helginni eyddum við heima við. Laugardagur fór í sund og almennt heimastúss, Guðrún eldaði ljúffengan saltfiskrétt fyrir okkur og Hrefnu, Finn, Steinunni og Önnu Sólrúnu. Að ofáti loknu var tekið í spil, svo var aðeins glamrað á gítar og raddbönd. Í dag sunnudag komu Elvar, Verónika, Aldís og Thor. Svo kom einnig Aaron vinur Gu og Sno með son sinn Tengis. Allir fóru í laugina nema ég, var eilítið brunnin eftir sundið í gær og vildi ekki bæta gráu á annars svart brunasvæðið á öxlunum. Talaði við Ragnhildi í dag, hún var að hugsa til mín og ég til hennar.
Í kvöld voru allir dasaðir eftir ærslin, ég horfði á Síðasta Móhíkanann með Daniel Day-Lewis og þau hin lásu og léku sér.
Á morgun kemur svo íslenskuneminn minn hún Stefanie. Hún er að læra hjá mér íslensku einu sinní í viku, því hún ætlar að fara til Íslands í haust að stunda nám í HÍ og vill vera undirbúin. Þetta er gaman, hún er af íslenskum ættum og mjög áhugasöm. Smá aukapjeeeningur hefur engann skaðað.
Kötturinn er að jafna sig, þótt hún eyði dágóðum tíma á degi hverjum í að stara á skottið á sér, eflaust að velta fyrir sér hvort það hafi alltaf verið svona stutt...
Er að hlusta á fréttir á Rás 2 núna, klukkan er sex á mánudagsmorgni á Íslandi, en ellefu á sunnudagskvöldi hér hjá mér, og þið sofið á ykkar græna.
Hafið það gott fólkið mitt!



Já hann vann hann Ólafur, var einhver að búast við öðru? Mér er spurn.



Morgunblaðið á Netinu Ekki svo vitlaust. Getur Skjár einn ekki tekið upp á einhverju svipuðu?




...en dreif sig svo i sund med okkur Sif. Honum finnst thad rosa gaman eins og Sif, sem syndir sem selur.




Baldur lúllaði sér svolítið, leit svo í bók...




Köttur on'í skúffu, var að leita að múffu, út'er um þá lúffu.




Fjölskyldan á leið út í Angel Island fyrir nokkrum vikum. Beðið eftir bátnum.




Una og Baldur beibí




Daginn eftir löbbuðum við þangað til að meta skemmdir, leit ekki vel út. Eflaust miklar vatns- og reykskemmdir fyrir utan þær augljósu.




Það kviknaði í húsi í nágrenninu um daginn, reykjarmökkur lagðist yfir hverfið.




Sif stærri




Baldur stóri



Ég get sett myndir inn á bloggið !! Jei og jibbíkóla ! Þetta var ég alveg búin að gefa upp á bátinn, reyndi og reyndi um daginn en ekkert gekk. Ákvað að kíkja á þetta aftur núna, gerði allt eins og ég hafði alltaf gert og viti menn, það gekk! Sem hlýtur að styðja þá kenningu mína að það hafi verið eitthvað að þessu d..sli! En nú fer ég aðeins fögrum orðum um Hello forritið. Get reyndar ekki sett íslenska stafi með skýringum á myndunum en maður hlýtur að geta lagt eitthvað á sig. Tölvuöld og tækniundur... ég bið ekki um mikið.




og kisan mín i Ameriku, doldid sloj eftir aðgerdina og med þennan fina kraga um halsinn, ekki vinsælt !




kisan mín á Íslandi, þetta er prufa



Já, það er komið að því. Kisan okkar hérna úti er í rófuaflimun í þessum töluðu orðum. Þetta eru ca. 10 centimetrar sem taka þarf af. Búið var að sauma sárið en það var það stórt að blóðflæði náðist ekki út í enda og því varð að taka hann af. Vona að hún fyrirgefi mér þetta einhverntímann. Hún hefur reyndar verið ótrúlega góð, og er orðin vön ferðunum til dýralæknisins. Hún kúrir alveg hjá mér og finnst ég ekkert alslæm greinilega. Sem er gott.
Af minni kisu á Íslandi er það að frétta að hún ákvað að fara í langa göngu, sirka tveggja sólarhringa langa göngu. Mér var tjáð þetta í gær og það var ekki góð tilfinning að vita af henni týndri á Íslandi í hverfi sem hún er rétt að kynnast. Fékk hnút í magann og leið ekki mjög vel. Ragnhildur sagði mér svo áðan á msn að hún væri komin. Mikill léttir. Fannst ég vera að gera öllum kisunum mínum slæmt. Fer frá einni og skil hana eftir í hverfi sem hún þekkir ekki og skelli hurðinni á aðra þannig að hún þarf að fara í uppskurð.
Við Sif erum að æfa lestur og skrift núna. Baldur sefur. Guðrún og Snorri vinna. Sif fer á mjúkboltaæfingu á eftir og við sækjum kisu til læknisins. Annað er ekki í fréttum. Yfir og út.





create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Já, Norður-Ameríka og Evrópa, þar fyrir utan EKKERT ! Verð að fara víðar...



Sælt veri fólkið. Ansi lítið hefur maður skrifað undanfarið... hef heyrt eina manneskju kvarta, þið hin eruð kannski guðslifandi fegin!! :) Nei, einhver skrifleti hefur hrjáð mig, ekki það að maður hafi ekki haft frá neinu skemmtilegu að segja, o nei. Við fórum í útilegu með fullt af íslendinum á svæðinu, þar var spilað, sungið, borðar og gengið. Við gegnum upp á ansi hátt fjall við tjaldstæðið, með öll börnin sem ýmist komust upp á tveimur jafnfljótum, borin á baki eða ýtt í kerru. Harðsperrur hrjáðu ansi marga eftir þá ferð. Fengum æðislegt veður, alltaf smá gola þannig að flugurnar létu okkur alveg í friði.
Nú undanfarið höfum við verið dugleg að fara í sundlaugina hérna úti í garði. Hún er orðin heit og fín um miðjan dag og vel hægt að vera í henni að busla. Sif er orðin dugleg að synda og Baldri finnst þetta rosalega skemmtilegt.
Um helgina var 17. júní fagnaður Íslendingafélagsins haldinn, þar var grillað og spjallað. Ég kynntist nýrri stelpu sem heitir Hrafnhildur, líst vel á hana og það getur verið að við Hrafnhildur og Steinunn gerum eitthvað skemmtilegt saman í sumar. Steinunn er systir Finns sem er maður Hrefnu, en þau eru vinahjón Guðrúnar og Snorra. Snorri var á Íslandi eins og flestir vita og missti hann því af fjörinu.
Nú svo er ég komin með aukavinnu hérna úti. Það hafði stelpa samband við Guðrúnu, hún var að leita sér að kennara í íslensku. Hún heitir Stefanie og er á leið til Íslands í haust að læra íslensku við Háskóla Íslands og hún vildi vera betur undirbúin. Því kemur hún hingað til mín einu sinni í viku og ég hlýði henni yfir, kenni henni orð og set fyrir hana verkefni. Ansi gaman bara. Fyrir þetta fær maður borgaða peninga sem alltaf eru velkomnir í mitt veski.
Hef frétt af góðviðrinu á Íslandi þessa dagana, vonandi eruð þið að geta notið veðursins og sumarsins.
Kveðjur frá Kalíforníu.



Ó já já. Fékk þær fréttir í dag að ákveðið hafi verið að birta lokaverkefnið mitt í sænsku tímariti sem heitir FORUM og fjallar um hönnun og arkitektúr, þar sem borin eru saman lokaverkefni fólks í um 16 skólum á norðurlöndunum. Gaman að því! Það fylgir þessu heilmikil vinna þar sem ég þarf að útbúa allar teikningar í ákveðnu formati (í forriti sem ég kann ekkert agalega mikið á) og skrifa 300 orða lýsingu á verkinu mínu. En þetta er bara mikill heiður að fá að vera með, sérstaklega þar sem bera á saman fólk sem er að ljúka 3. ári en ég fæ bara að fljóta með þar sem það hefur enginn lokið 3. ári í LHI í arkitektúr. Fínt að hafa þetta á ferilskránni þegar farið verður að sækja um í framhaldsskólum.
Svo fékk ég loksins bækurnar mínar frá Amazon sendar í dag. Ég pantaði mér bók frá El Croquis sem er spænskt arkitektúrtímarit ef tímarit skyldi kalla... þetta eru þvílíkir doðrantar! 800 blaðsíður um Enric Miralles, arkitektinn sem mér var úthlutað að gera verkefni um í haust. Maður þarf að halda sér við efnið hérna... ekkert lát á skólaverkefnum sko.
Annars eru mamma, Einar, Þórir, Jóhanna Kristín, Arndís Þóra, Finnur Arnór, Kjartan, Tinna Rán og Breki komin heim frá Spáni. Velkomin heim! Vona að þið séuð úthvíld og sæl.
Hafið það gott fólkið mitt.



Í dag mánudag er bæði annar í hvítasunnu og Memorial dagur. Allir að koma heim úr utanbæjarferðum bæði á Íslandi og Ameríku. Keyrðum til Tiburon sem er frekar sætur bær við ströndina og við hinn endann á Golden Gate brúnni. Þaðan var tekin ferja til Angel Island, löbbuðum um þar, upplifðum frábært útsýni yfir San Francisco flóann og borgina. Mikið af myndum teknar, en þær vilja enn ekki koma inn á þessa síðu. Verðið að bíða þar til Guðrún uppfærir sína síðu eftir myndum. Þar eru engir bílar nema 2-3 sem notaðir eru í rekstur. Annars virðist vera mjög vinsælt að koma þarna með hjólið sitt og hjóla eyjuna þvera og endilanga. Geri það næst. Við vorum með Baldur í kerru sem vildi labba og Sif labbandi sem vildi vera í kerru ! Komum aftur á meginlandið og renndum niður ljúffengum ís og kaffi í miðbæ Tiburon, keyptum nokkur kolaflök sem Snorri grillaði þegar við komum heim. Namminammi namm.
Um kvöldið fórum við Guðrún á Kill Bill vol.2 í bíó. Ég skemmti mér mjög vel. Hélt aðeins fyrir augun í erfiðustu atriðunum, fékk eitt hláturskast, sú EINA í salnum sem fannst atriðið svona fyndið (þegar Uma biður um glas af vatni á bar fyrir þá sem hafa séð myndina), garg!

Hræðilegt atvikið í vesturbænum um helgina, maður skilur ekki svona. Eitthvað hlýtur að hafa gengið á hjá konunni. Ekki að sekt sé sönnuð en greinilega eru allar vísbendingar að benda á móðurina. Hræðilegt. Ég vona að drengurinn lifi þetta af, já og móðirin líka, vona að hún fá þá hjálp sem hún þarf.

Næstu helgi förum við með vinafólki Guðrúnar og Snorra í útilegu. Margir fullorðnir, nokkrar auPair og fullt fullt af börnum.

Endilega sendið mér línu í gegnum kommentakerfið. Þið þurfið ekki að skrá ykkur inn, sendið bara línu sem anoymous og skrifið nafnið ykkar neðst í skilaboðin svo ég sjái frá hverjum þau eru.

knús


Hlekkir