Já, komin aftur í flatlendið. Komin í nýtt herbergi sem er tímabundið mitt, en verður vonandi mitt til frambúðar eftir að húsfélagarnir 40 velja manneskju í herbergið. Líður mjög vel hérna, og er búin að koma mér ágætlega fyrir.

Átti yndislegt sumar á Íslandi, hafði það gott, ferðaðist víða og hitti rosalega marga finnst mér. Yndislegt. Takk fyrir mig allir sem áttu sinn þátt í að láta kílóin hlaðast á mig. Það var alveg þess virði :) Góður matur hvar sem ég fór.


Búin að setja grasilljón myndir inn á Picasa síðuna, kíkið á það sem ég var að bardúsa í sumar.

Nú þarf ég að pakka því eftir 5 klukkutíma á ég að vakna til að fara í flug til Köben, þar sem ég mun hitta mömmu, Einar og Ragnhildi. Þar ætlum við að vera í sommerferie í eina viku. Svoooooo byrjar skólinn.

Har det bra!


Tvær myndir af börnunum mínum Finni Arnóri, Baldri, Arndísi Þóru og Sif. Hefði ekki getað átt betri börn þótt ég hefði búið þau til sjálf!


Hlekkir