Það fór eitthvað lítið fyrir jólakortaskrifum þetta árið. Þetta er ódýr uppbót.

en...

ég óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og vona að þið njótið þessa daga í faðmi vina og eða ættingja.

ég er eins og blóm í eggi hérna heima hjá mér, södd og sælleg.

ljúft





...hlakka ég til að koma heim til Íslands í hlýjuna. Sit hér í skólanum dúðuð í húfu, vettlinga og trefil sem gerir það ótrúlegt að ég sé yfirhöfuð fær um að rita á lyklaborð þetta. Hér er ótrúlega kalt, allir að krókna og eins og sjá má á hitatölum þá er talsverður kuldi hér þessa dagana. Hef aldrei upplifað annað eins held ég. En ekkert sem bolli af heitu kakói bjargar ekki. Og ullarsokkar.



og í anda síðasta myndbands sýni ég ykkur þetta hér.



Þetta er óhugnarlegt...



ok. ég veit ég má ekki kvarta mikið. ekki meðan Ísland er að fjúka í burtu með öllum trampólínunum og þakplötunum.

EN.

það er ÓGEÐSLEGA kalt í Hollandi núna. mínus tvær segir google. en það er rakt stillt loft sem þýðir að kuldinn smýgur um allt.

Nú er ég svo heppin að búa í vel einangruðu og upphituðu húsi, annað en á síðasta ári. en svei mér þá ef að lopapeysan verður ekki notuð í kvöld. ég er að krókna hérna.

brrrr og glamr í tönnum




Lína eldaði grjónagraut...


...sem þau borðuðu með bestu lyst og ég líka.


ég borðaði líka þennan súkkulaðistaf. Bara vegna þess að ég finn ALDREI minn staf! Nema núna.


og við kíktum á jólamarkaðinn og duttum í jólaglöggið...


Það var ljósahátíð í Delft. Kveikt á Óslóarjólatrénu og kirkjunni.

nei... veit ekkert hvaðan þetta tré kemur. En það er ljóst að jólaljósin í ár eru blá! Það voru þau líka í Brussel um daginn. Sjá myndir.



Ég hef löngum verið óánægð með sjálfa mig á myndum. Lengi hélt ég að ég væri með svona rosalega lítið sjálfsálit og gæti hreinlega ekki séð mig á mynd án þess að sjálfsgagnrýnin færi í yfirdrif.

Fyrir nokkrum árum uppgötvaði ég ástæðuna fyrir þessu og reyni að benda fólki á þetta sem er að sama skapi óánægt með myndir af sér.

Við erum nefnilega þeim kostum gædd að vera ósamhverf. Flest okkar lítum ekki eins út vinstra megin og hægra megin í andlitinu. Annað augað er stærra, nefið sveigist til hliðar, munnvikið lafir og eyrað er stærra o.s.frv. Þar sem við þekkjum spegilmynd okkar miklu betur en ljósmynduðu raun-mynd okkar þá virðist okkur (eða mér að minnsta kosti) við vera skrýtin, snúin og á skjön á öllum ljósmyndum. Ég þekki stelpu sem heitir Anu, en þið þekki hana sem Una. Ég legg til að öllum speglum verði breytt og að maður muni sjá hina raunverulegu mynd sína. Það væri allavega fínt að maður þekkti sjálfan sig, eins og maður lítur út í raun.


Svona þekkið þið mig...


... sem er gerólík þeirri mynd sem ég hef af mér.

Að sjálfsögðu finnst mér neðri myndin miklu betri. Á hinni er einhver afbökun í gangi. Ég kannast við mig, en þetta er þó ekki ég.

Það er alltaf hægt að notast við Photoshop og önnur myndvinnsluforrit til að athuga hvort að þetta sé sannarleg mynd af manni sjálfum, og hvort maður sé ánægðari með myndina ef maður speglar henni.

Ég veit ekki hvort ég mun nokkurn tímann læra að þekkja hina raunverulegu mynd af mér. Alltaf finnst mér ég jafnskrýtin, en ég er þó orðin meðvituð um þetta og hætt að agnúast eins mikið út í sjálfa mig fyrir að vera kjánaleg á myndum alltaf hreint.


Hlekkir