Gleðilega Þjóðhátíð Íslendingar nær og fjær!

Í dag eru 197 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Það hljóta að verða rosaleg hátíðarhöld árið 2011 á þessum degi. Þá ætla ég að vera á Íslandi. Kannski maður kíki á safnið um Jón á Hrafnseyri

Ég fór að velta einu fyrir mér um daginn. Ef Jón og Ingibjörg hefðu eignast afkomendur, væru þeir þá nánast aðall Íslands? Við værum pottþétt búin að hafa einhvern forseta sem væri barnabarnabarn Jóns og Ingibjargar. Væri til Jón Sigurðsson II? Er samt ekki viss hversu langt Íslendingar gengju í þessum efnum. Þó er ég viss um að afkomendur Jóns fengju athygli í fjölmiðlum. Og við myndum fletta þeim upp í Íslendingabók, alveg eins og allir hafa örugglega flett upp Davíð Oddssyni til að sjá tengslin við hann.
Langalangamma mín og Jón Sigurðsson voru fimmmenningar. Hann Jón frændi minn sko... hann var kallaður forseti.



tjalddýnan er algert ævintýri í þeirra augum. undir, yfir, inní tjalddýnugöngum. Stuð!


Hlekkir