Erum búin að vera á ferðalagi í 9 klukkutíma. Lögðum af stað frá San Diego kl. 9 í morgun og renndum í hlaðið kl. 18. Baldur var algjör engill á leiðinni, held við höfum öll verið búin að kvíða ferðinni og búast við því versta. En hann svaf mikið og þess á milli var hann bara kátur og hress. Hjúkk...

Ferðin var æðisleg í alla staði, en ansi strembin þó. Mikið gert á stuttum tíma, lítill tími sem fór í að láta tærnar snúa upp í loft. Gott að koma heim.

Er núna að þvo af mér lufsurnar. Vélin mín fer kl. 6 í fyrramálið, flýg til Phoenix, þaðan til Minneappolis, þar sem ég mun bíða í 5 tíma eftir fluginu til Íslands. Lendi kl. 6.20 í Keflavík á mánudaginn. Íbúðina mína fæ ég svo á föstudaginn. Þetta verður því um vikuferðalag... frá San Diego til Meðalholts.

Hlakka til að sjá alla, hlakka til að byrja í skólanum, hlakka til að fá rigningu...

Sumarið hefur verið gott, ég á eftir að sakna "barnanna minna" og Guðrúnar og Snorra. Veit ekki hvað þetta blogg stendur lengi yfir eftir að á klakann er komið. Sjáum til.

Sí jú !

p.s. nennir einhver að sækja mig á völlinn??



Ja, her erum vid stodd i San Diego... thar sem madur faer SanD i ego af morgum strondum. Keyrslan var long og strong. Gistum a vegamoteli eftir 4 tima akstur a fostudagskvold, heldum afram a laugardagsmorgninum i att til San Diego, forum i gegnum Los Angeles sem tok rosalega langan tima. Umferdin thar er ekki skemmtileg, allar hradbrautir fullar, og folk lusast afram. Komum loks til San Diego, her eru strendur alls stadar, vedrid er aedislegt og borgin mjog falleg. Eyddum sunnudeginum a strondinni, manudeginum i saedyrasafni og gaerdeginum i San Diego Zoo. Gridarlega stor og flottur dyragardur, dyrin virdast hafa gott naedi og mikid plass ut af fyrir sig. I dag vorum vid i Balboa gardinum, skodudum sofn og hofdum thad nadugt i fallegu umhverfinu. Skruppum svo ut a eina eyju fyrir utan borgina, forum a strond og lekum okkur i finasta sandi sem eg hef sed.
Thetta er godur endir a godu sumri. Hlakka til ad sja ykkur a manudaginn.

U




Kisa sefur í barnastólnum...


og barnabílstólnum...


og barnaplaststólnum...


og skúffu...


og blaðakörfunni...


og óhreinataus körfunni!!




Sif, Guðrún og Baldur í hringekju í flottum garði í San Fran


Mæðginin


Fórum í innflutningspartý um daginn til vinahjóna Gu og Sno. Þau voru með geit í garðinum !


Við kíktum til Santa Cruz um daginn á ströndina, þar var tívolí og úr parísarhjólinu var gott útsýni. Stelpurnar voru hugaðar og fóru í tækin, ég brann bara á ströndinni á meðan...


Stúlkukindur í skemmtitæki.


Systkinin að leika saman, Baldur að ýta Sif á allt of litlu hjóli út um allt, hlátrarsköllin voru gríðarleg.




Afmælisbarnið... bad hair day

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Ragnhildur.
Hún á afmæli í dag!

Þessi litla systir er bara ekkert lítil lengur... skrýtið hvað árabilið minnkar með aldrinum.

Til hamingju með afmælið elsku Ragnhildur undrasystir !


Fyrirsætusvipurinn



Vikan líður hratt.

Baldur er byrjaður í aðlögun hjá dagmömmu. Honum líkar vel, gekk rosalega vel, hann sofnaði ágætlega, borðaði vel og lék sér heilmikið. Hún er frá Azerbaijan, gift með tvö börn, og heitir Arifa.
Við Sif erum að pakka og versla, því á föstudagskvöld leggjum við af stað til San Diego. Komum aftur á laugardeginum 28. ágúst og svo flýg ég heim héðan kl. 6 á sunnudagsmorgninum. úff...

Síðustu helgi fórum við Steinunn og Hrafnhildur til Santa Cruz á strönd og þær kíktu í tívolíið, ég lét mér nægja að brenna í sólbaði... ái ! Reyndar frekar fyndnar brunarústirnar á bakinu... eins og þær hafi verið teiknaðar á mig.

Keypti risastóra ferðatösku í gær, get nú farið að pakka niður bókum, eldhúsáhöldum og fötum sem ég hef bætt í safnið í sumar.

Adios..


|


Sif í kjól af mér, skóm af mömmu sinni og með stráhatt. Fín kona.


Baldur sístækkandi




Um kvöldið var kveiktur varðeldur í garðinum, voða kósí.



Þessi færsla er í boði Smirnoff. Gæða vodki í stórum flöskum.

Vikan leið og allt í einu var komin helgi aftur. Gaman gaman. Baldur litli var reyndar orðinn lasinn í lok vikunnar, fékk hita og var almennt vansæll.
Búið var að plana ferð til borgarinnar með Hrafnhildi og Steinunni. Við Hrafnhildur þjófstörtuðum með bíóferð á föstudagskvöld, sáum myndina Before Sunset með þeim Ethan Hawke og Julie Delphy í aðalhlutverkum. Þetta er framhald myndarinnar Before Sunrise frá 1994 sem var afar hugljúf og falleg mynd. Þessi var ekki síðri.
Lögðum svo af stað í leiðangur á laugardagsmorgni, tókum lest upp í borg, kíktum í Kastró hverfi samkynhneigðra, þar voru skemmtilegar týpur á ferli og mikið mannlíf. Borðuðum, versluðum, gengum um. Hittum svo Steinunni á hótelinu, röltum meira, fórum út að borða um kvöldið, aftur á hótel að gera okkur fínar og svo skelltum við okkur á djammið. Fórum á nokkra skemmtilega staði, hittum skemmtilegt fólk, drukkum afar skemmtilega drykki, en fannst að sama skapi leiðinlegt að allt skyldi svo loka kl. 2.


Steinunn og Hrafnhildur að chilla uppá hótelherbergi, hlaða batteríin.

Fór svo á sunnudeginum á SFMoma, San Francisco Museum of Modern Art. Skemmtilegar sýningar í gangi og húsið stórfenglegt.


SF Moma, Nýlistasafnið i San Francisco.

Skoðaði Yerba Buena miðstöðina og garð. Rölti um bæinn, drakk kaffi, las bækur og verslaði ogguponsulítið.


Yerba Buena

Frábær helgi, alltaf gaman að kíkja í borgina. Maður sér alltaf eitthvað nýtt, allt iðar af mannlífi, veðrið er yndislegt og maður er í fríi. Gæti ekki verið betra.
Baldur búinn að jafna sig, mánudagur á morgun og ég þarf að fara að huga að því hvernig ég á að koma öllu dótinu mínu heim... held ég þurfi að kaupa eina tösku í viðbót.


|


Um daginn kom Hrafnhildur með Jakob í heimsókn. Jakob er 2 ára og vildi vera góður við Baldur og halda í höndina á honum meðan þeir horfðu saman á Stubbana.


Við fórum í laugina með strákana, hér er Baldur með flottu hárgreiðsluna sem hann fær þegar maður er búinn að bera sólarvörnina í hársvörðinn. Töffari... rock on !



Já, hún var skemmtileg þessi helgi. Í gær var haldið upp á 30 ára afmæli Finns, og við skunduðum þangað seinnipartinn. Mjög skemmtilegt partý. Sif kom heil á höldnu aftur til okkar seint í gærkvöld. Ég ætlaði að kíkja í Crate and Barrel í dag, svo ákvað öll familían að koma með mér. Þau keyptu sér mjög fallegt borðstofusett sem þau hafa verið að slefa yfir í tvö ár. Ég hins vegar keypti ekkert...

Skrýtið hvernig tíminn virkar á mann... fyrir utan að maður fær hrukkur og bætir á sig kílóum. Fyrr í sumar eyddi ég engu, keypti ekkert, gerði ekkert. Núna er tíminn að líða svo hratt og fyrr en varir verð ég komin heim. Núna er að hellast yfir mig kaupæði, verð nú að kaupa mér hitt og þetta áður en ég fer heim. Reyni að ríghalda í veskið og hleypa ekki visakortinu upp úr því. Tekst svona misvel. Er búin að vera að kaupa mér slatta af fötum. Allt ágætiskaup reyndar. En maður verður að passa sig hérna og detta ekki inn í að reikna allt yfir í íslenskar krónur og finnast þar af leiðandi allt vera á spottprís...


Hlekkir