ekki nóg með að skólinn hafi brunnið ofan af mér í síðustu viku, þá er nú búið að rýma vinnustað Ragnhildar í Snælandsskóla vegna sprengju sem fannst rétt hjá! Meiri lætin! Spurning hvort þetta er eins sprengja of fannst í mínu gamla húsi, sjá færslu.



Veit einhver hvaða teiknistofa er hér á ferðinni?



Eignamiðlun ehf kynnir: Íbúð nr. 14.02 í húsi nr. 18 við Vatnsstíg. Um er að ræða 128,8 fm. Fastanúmer íbúðarinnar er 2297865. Lýsing eignarhluta skv. eignarskiptayfirlýsingu: Íbúð 10 1402, fastanr. 229-7865.
Íbúð á 14. hæð til norður, austurs og suðurs. Í íbúðinni er samkvæmt fyrirliggjandi
teikningum borðstofa, setustofa, bókastofa, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og
þvottahús og gestasnyrting, svalir til suðurs, alls 13.3 m2. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í neðri kjallara merkt -112, hlutdeild í sameign sumra Y2 í matshluta sem er gangar, stigahús, tæknirými, sorpgeymsla, hjóla- og vagnageymsla og hlutdeild í húsi og lóð. Birt flatarmál íbúðar er 128.8 m2 og geymslu 7.2 m2 eða alls 136.0 m2. Hlutfallstölur koma fram í viðauka með eignaskiptayfirlýsingu þessari, þar með talin hlutdeild í matshluta 16, bílgeymslu.
Bílastæði merkt nr. 0037 á fleti 1 í bílastæðahúsi, mhl. 16, fylgir þessari íbúð.
Skipti möguleg á minni íbúðum.

Skemmtilegt hvað þeir blanda teiknitækninni saman. Þrívíddar renderingar og svo einföld handgerð skissuteikning af grunnmyndinni. Það virðist sem þetta prójekt hafi spannað nokkrar kynslóðir arkitekta. Skemmtilegt. Hlýtur að selja.



niðurrifið hafið. það er búið að hlaða gámum utan á bókasafnið, sem er tveggja hæða botnlangi út úr aðalbyggingunni, til að verja bókasafnið fyrir brotunum sem detta niður. Það á að reyna að létta á byggingunni til þess að reyna að koma í veg fyrir að hún hrynji ofan á bókasafnið sem er að mestu leyti heilt. Það eru samt nokkrar vikur í að þeir geti farið að bjarga hlutum úr bókasafninu.

Ég átti nokkur skissumódel inni í byggingunni og bækur og blöð í tengslum við verkefnið mitt, en ekkert sem er ekki hægt að gera aftur frekar fljótlega. Ekkert miðað við svo marga.

en það er líka kominn tími til að tala um eitthvað annað en þennan bruna þó hann sé manni ofarlega í huga. Það er verið að vinna að því að koma nemendum fyrir í öðru húsnæði en ég ákvað bara að skella mér til Íslands þangað til.

Já, kem heim á laugardaginn og verð í 11 daga. Það verður ljúft líf, fínt að komast aðeins í burtu frá svartsýninni hérna.

Ég veit um fólk sem er að vara fólk við að koma hingað í nám. Ég verð svo reið þegar ég heyri svona, því þessi skóli er ekki bara þessi bygging. Að sjálfsögðu væri það fínt að allt væri eins og það var, en svona bölsýni hjálpar ekki uppbyggingunni. Það sama fólk er að reyna allt sem það getur til að fá skólann til þess að bæta sér tjónið við að missa aðstöðuna, með peningagjöf. Þetta er eiginhagsmunasemi sem fer úr öllu hófi. Þoli ekki svona hugsanahátt. Þetta verður allt í lagi. Hollendingar eru snillingar í að plana hluti hratt og örugglega. Þetta verður komið í fínt lag (auðvitað tekur tíma til að fá hlutinga til að ganga smurt fyrir sig) áður en maður veit af. Aðlögunarhæfnin okkar verður líka að vera til staðar. Ég segi alveg eins og er að ég vissi ekki hvernig bókasafnið eða módelgerðaraðstaðan væri í þessum skóla áður en ég kom (þó ég hafi svosem alveg gert ráð fyrir að hún væri betri en í LHI), en ég get á engan hátt hugsað um þetta sem atburð sem skólayfirvöld verða að taka ábyrgð á með því að endurgreiða mér hluta skólagjaldanna. Það væri á sama tíma sektaryfirlýsing í mínum huga og þetta slys var ekki neinum einum að kenna.
Það varð til röð atvika sem urðu að endanum að stóru báli sem enginn réð við. Við getum ekki sett skólann á pásu þar til ný bygging kemur. Skólinn er miklu meira en þessi bygging.

úff þurfti að koma þessu frá mér.

Já það lítur út fyrir að þessi færsla snúist ekki um mikið annað en brunann. Næsta færsla verður um eitthvað annað. Lofa.

p.s. Lína Ofurdreki á ammli í dag. Til hamingju með daginn sæta baun.





Reyndar er það ekki rétt að það séu tveir íslenskir nemendur við skólann. Við erum þrjár. En það er aukaatriði.

Hér má svo sjá myndband af byggingunni þegar hún hrynur að hluta. Rosalegt.



húsið gereyðilagðist semsé. eitthvað náðist út af stólasafni og módelum, veit ekki enn hvort þeir náðu einhverju út úr bókasafninu.

niðurrif hefst á morgun.

kennsla heldur áfram, verið er að reyna að finna húsnæði fyrir allt þetta fólk, eitthvað ætla þeir að setja upp af tjöldum á íþróttasvæðinu... það verður áhugavert að sjá.

myndir eru komnar inn á myndasíðuna.

farin á fund

doei!






Thad var afar serstakur dagur her i Delft. Vinkona min hringdi i mig heim og sagdi mer ad byggingin okkar, arkitekturdeildin, vaeri ad brenna. Eg var og er netlaus heima (eitthvad bilad) og gat thvi ekkert sed thetta a netinu ne i frettum. For thvi bara ut i hvelli og for ut a haskolasvaedid. Thar var folk ut um allt, nalaegar byggingar hofdu verid rymdar.

Talid er ad eldurinn hafi kviknad i storri kaffivel. Talid ad vatnsleki hafi framkallad short circuit (man ekki hvad thad heitir) og eldur kviknad. Byggingin var rymd hratt en trulega hefur enginn getad imyndad ser ad ekki yrdi farid thar inn aftur. Enginn meiddist svo vitad se.
Eldurinn kviknadi a 6.haed og breyddist hratt ut, upp a 13 haed. Slokkvilidid akvad um eittleytid i dag ad henni vaeri ekki vidbjargandi og vegna haettu a hruni foru allir slokkvilidsmenn ut ur byggingunni. Svo er hann buinn ad vera ad breida ur ser nidur a vid i allan dag og kvold. I kvold hrundi svo framhlid byggingarinnar nidur. Og enn logar i henni.

Eg mun aldrei fara inn i thessa byggingu aftur. Thad er mjog undarleg tilfinning. Eg mun ekki utskrifast tharna. Thad veit enginn neitt, en a morgun verdur fundur med nemendum og kennurum og farid yfir moguleikana i stodunni. Thad eru um 4000 nemendur i thessari byggingu, og eflaust um 1000 manna starfslid. Thad eru allir mjog slegnir yfir thessu. Byggingin sjalf var mjog falleg ad minu mati, en thad sem er ad brenna tharna inni eru morg likon helstu arkitekta heims, bokasafnid var einstakt og med fjoldanum af gomlum bokum. Leidbeinandinn minn er buinn ad vinna baki brotnu ad thvi utbua syningu sem atti ad opna nu a fostudag, thar sem atti ad syna safn skolans af likonum sem menn eins og Le Corbusier og Mies van der Rohe byggdu. Thetta er allt farid. Eg a vin sem er buinn ad vera ad vinna ad modeli a staerd vid herbergi, i um atta manudi. Thetta model er farid og hann mun ekki hafa thad thegar hann utskrifast.
Thegar madur ber thetta saman vid adrar hormungar i heimnum i dag tha er thetta litid atridi. Bygging brann. En thessi atburdur er ad hafa meiri ahrif a mitt lif naestu vikur og thvi er madur lika sleginn.
En skolinn er folkid og hugvitid, thad tharf bara ad koma okkur undir annad thak sem fyrst.

Eins og eg segi. Afar serstakur dagur i Delft. Slaandi.

Eg tok helling af myndum en vegna netleysis heima hja mer tha get eg ekki sett thaer inn. Eg sendi ykkur tvaer-thrar myndir nuna og mun svo setja restina inn sem fyrst.

Meira seinna.

Knus a linuna.

Una


Hlekkir