já Ragnhildur, svona er þetta...

þar sem fólk er hvort eð er ekkert að lesa um okkur, þá getum við bara haft svona myspace fíling á síðunum okkar. Birt helminginn af samtölum. Þannig að ég tala við þig hér og þú svarar mér á þinni síðu ok?

Annars er ég bara komin í prýðisgott skap en þú? Föstudagur og svona... er að spá í hvað ég eigi að elda, einhverjar tillögur? Er að spá í grænmetislasagne.

Hafðu það gott mín kæra, og góða áfengislausa helgi :D

U




Afsakið...missti ég af einhverju? Er Alþjóðlegi Pirrings dagurinn í dag? Eða er ég með fyrirtíðaspennu á lokastigi?



Rakst á fræðandi og skemmtilega ljósmyndaseríu á vegum CNN Time. Mæli með þessu. Gaman að sjá muninn á fæðuinnihaldi hinna ýmsu þjóða og þjóðfélagshópa. Án þess að þekkja það vel þá held ég að fólkið í Chad og Ekvador sé hlutfallslega fátækara fólk en fólkið í hinum löndunum. Hefði haldið að ljósmyndari veldi meðalfjölskyldu í hverju landi. Veit það einhver? Eru þetta meðalfjölskyldur í Chad og Ekvador? Anyone?



Me like very much.





Tökum hænuskref í átt að launajafnræði kynjanna, enn er langt í land.



Í vikunni fórum við húsfélagarnir og Gosia og Laurenz til Þýskalands. Ferðin hafði verið á áætlun lengi, en aldrei fannst góður tími. Núna ákváðum við bara að skella okkur. Laurenz bekkjarbróðir okkar bar hitann og þungann af skipulagningu ferðarinnar og svo gistum við heima hjá foreldrum hans í Krefeld. Eini skugginn yfir þessari ferðaáætlun var að Hendrik komst ekki með okkur, hann var fjarri okkar gamni en samt í góðu gamni í brúðkaupi vinar síns í Þýskalandi. Við ákváðum að það væri ótækt með öllu að við færum öll saman úr húsinu í ferðalag, án hans.



Þannig að við bjuggum til Pappírs-Hendrik sem fór með okkur í ferðalagið. Einn vakandi og einn sofandi. Báðir brosandi þó. Pappírs-Hendrik var uppspretta margra brandara og skemmtilegrar myndatöku. Við eigum enn eftir að segja Alvöru-Hendrik frá þessu. Hann kemur tilbaka í kvöld.

En ferðatilhögunin var þessi:
Miðvikudagsmorgunn.

Náðum í bílinn okkar. Glæsikerra blá að lit. Ókum til Duisburg. Sjá kort.

Landslagsgarðurinn í Duisburg-Nord var áfangastaðurinn.




Þar var lengi stálverksmiðja en nú er búið að breyta honum í landslagsgarð þar sem meirihlutinn af landslaginu er úr stáli og steypu. Trjám hefur verið bætt við og ýmislegt gert til að breyta ímynd staðarins úr niðurgrotnunarneikvæðni í uppbyggingarjákvæðni. Þarna er búið að útbúa köfunarstað í gömlum tanki. Klifurveggir á gömlum grunnstöplum. Pökkuðum nesti og borðuðum hádegismat í fínu veðri. Heldum svo áleiðis til...

...Essen
Þar sáum við fyrst nýja byggingu eftir Sanaa. Fórum inn og fengum aðeins að skoða okkur um.
The Zollverein School of Management and Design í Essen



en aðaláfangastaðurinn í Essen var Zollverein sem er gömul kolanáma og verksmiðja þar sem kol voru mótuð í neytendaumbúðir ef svo má segja.



Þessi verksmiðja er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Rem okkar Koolhaas hefur átt hluta að máli því hann hannaði nýjan inngang í safnið, stiga niður í kolageymslunar og fleira. Við stálumst aðeins inn á bannsvæði, létum okkur reika um staði sem almenningi er ekki hleypt inn á. Komumst meðal annars inn í risa-reykháfinn og horfuðum upp í himininn sem virtist í órafjarlægð. Mjög svo spennandi staður sem er gaman að týnast í.

Því næst skruppum við inní miðbæ Essen og kíktum á Óperuhúsið eftir Alvar Aalto. Það var hannað 1958 en byggt 1988! Falleg bygging þó ég haldi að hún sé mun fallegri að innan en utan. Komumst því miður ekki inn.

Svo var haldið í mat heim til foreldra Laurenz sem tóku vel á móti okkur og stútfylltu okkur af mat og áfengi. Sátum úti í garði fram á nótt að spjalla og ég barðist hetjulega við moskító flugurnar. Varð þó undir í þeirri baráttu og tel nú um tuttugu bit. Stuð. Um morguninn tíndum við kirsuber af trjánum í garðinum og tókum með okkur í nesti. Það er bara eitthvað svo frábært að tína sér ávexti af trjám. Namm.

Lögðum svo í hann. Næsti áfangastaður var Haus Esters og Haus Lange í Krefeld sem voru byggð fyrir tvo yfirmenn textílverksmiðju. Hönnuðurinn var Mies van der Rohe. Ég hef reyndar komið þarna áður, en aldrei farið inn í húsin fyrr. Fengum mjög góða kynningu á húsunum og kíktum inn. Nú eru bæði húsin söfn í eigu borgarinnar. Þvínæst fórum við í textílverksmiðjuna þar sem við fengum kynningu á þýsku, þannig að við reiddum okkur á þýðingar Laurenz. Verksmiðjan er nýuppgerð og búið að setja upp sýningu um Mies og gaurana sem hann hannaði húsin fyrir. Teikningar og ljósmyndir frá fyrri tímum vörpuðu ljósi á umhverfið í kringum seinna stríð.

Því næst fórum við til Düsseldorf þar sem við röltum um borgina og vorum bara venjulegir túristar. Versluðum smá, fengum okkur kaffi og bjór og slökuðum á. Brunuðum svo heim á leið á fimmtudagskvöldi og vorum komin heim til Delft á miðnætti.

Rosalega fín ferð, vel skipulögð í góðum félagsskap, tvívíðum sem þrívíðum félagsskap.

Fleiri myndir í myndaalbúminu.



Guðrún Birna komin og farin. Áttum nokkra góða daga saman í Delft, Amsterdam og Haag. Komumst yfir flest allt á to-do listanum frá því í síðasta bloggi. Versluðum óvenju mikið, sem er bara gaman. Guðrún labbaði um Memory Lane í Amsterdam, mjög gaman að sjá borgina með hennar augum.

Skoðuðum kirkjurnar í Delft síðasta daginn hennar hér. Fyrst þá nýju og svo þá gömlu, sem er með ótrúlega hallandi turni. Var að fara inn í hana í fyrsta sinn og verð að segja að hún er miklu fallegri en sú nýja sem er þó mörghundruð ára gömul.

 

 

 

 
Posted by Picasa



...kemur eldri systir mín í heimsókn. Ég á orðið erfitt með að kalla þær stórar og litlar systur, þær Ragnhildi og Guðrúnu. Eldri og yngri virðist vera meira viðeigandi. En já, Guðrún Birna á leiðinni. Hefur ekki komið til Hollands síðan hún flutti héðan ásamt eiginmanni sínum aftur til Íslands eftir háskólanám. Það verður gaman að heyra hvað hefur breyst á þessum árum. Síðan þá hefur hún búið í Kaliforníu í 10 ár! Leitt að ég get lítið sýnt henni Hollendingana sjálfa þar sem ég þekki nærri enga. En ég get sýnt henni hvernig allra annarra þjóða kvikindi haga sér í Hollandi. Þá á ég við sambýlisfólk mitt.
Við ætlum:
á markaðinn
fá okkur patat speciaal

fá okkur vöfflu með karamellu
hjóla
fara til Amsterdam
ræða málin
basically vera systur í sama landi, sem gerist allt allt allt of sjaldan.


Þegar hún fer heim ætla ég að borða flatkökur með hangikjöti og skyr :D slúrp hlakka til.

Good times.

Fyrrum Fremont-fjölskyldan, nú Garðabæjarfjölskyldan. Við ströndina í San Diego sumarið 2004.



Við Ragnhildur ætlum að reyna að verða óléttar... Kisumúsin okkar ætlar að ganga með börnin fyrir okkur. Vonandi verðum við komnar með yndislega kettlinga í haust. Við verðum svona kisukellingar, sem tala ekki við fólk, bara ketti. Mjá.


Hlekkir