allt á hreyfingu ekki satt?
skynvilla heitir það
endalaust skemmtilegt að skoða

Til hamingju með daginn Gréta!
(sko mína, ein að taka sig á í afmælisdagaminnugheitum)



ég hef ekkert að blogga um

klukkunni var flýtt um eina klukkustund
eða seinkað?

ég allavega missti klukkutíma
ég leit út um gluggann
önnur kirkjuklukkan sýndi hálfeitt, hin hálftvö

það er tveggja tíma munur á íslandi og hollandi

vorið er alveg að koma, finn það á lyktinni

ég hef komist að því:
að ég man aldrei afmælisdaga
og að það er leiðinlegt að gera skattaskýrslur
og að það er hálft ísland að fermast um þessar mundir
og að orðabækur eru ekki vinsælar
og að ef maður hjólar ljóslaus í myrkri verður maður doldið hræddur
og að tölvan mín er smekkfull af trójuhestum
og að stress gerir illt verra
og að hlátursköst eru það skemmtilegasta í heimi
alveg þar til maður fer að gráta og fær illt í magann



Ég fór upp í ris áðan. Ná í þvottinn sem hékk þar til þerris. Í risinu er líka vinnustúdíó þriggja húsfélaga minna, sem ég var viss um að væru allir í skólanum.

Ég geng upp tröppurnar og heyri hljóð sem líkist því þegar maður pikkar inn á lyklaborð, rosalega hratt. Gæti verið Janita hugsa ég, hún er með doktorsgráðu í hraðritun, en ég var samt viss um að hún væri í skólanum. Geng áfram upp tröppurnar og hugsa. Hvað er þetta þá? Draugur í risinu að stelast til að senda magntölvupóst til framliðinna tölvutengdra ættingja varðandi á hvaða skýi eða í hvers manns risi næsta re-union yrði haldið? Geimvera með 18 fingur að hakka sig inní upplýsingagrunn Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna? Lítill putadvergur að dansa steppdans? Langur stigi... margar spurningar.

Nei, það var þetta risastóra fiðrildi í glugganum. Það var svo stórt, eflaust 8-10 cm í vænghaf, og blakaði vængjunum svo hratt að þeir slógust í gluggann og framkölluðu þetta hljóð. Ég rauk til að náði í myndavél og öskraði á eina húsfélagann sem var heima ásamt mér. Við náðum mynd og hleyptum því svo út. Ég var dolfallin yfir þessu kvikindi, en hann virtist ekki kippa sér upp við þetta. Greinilega vanari risa fiðrildum í Chile en ég, mölbúinn af Klakanum.




já, veit, glugginn er skítugur. Fiðrildið skíttaði hann út!!!







Tunglmyrkvinn sást mjög greinilega héðan frá Hollandi. Það vildi svo til að við Ren og Bing vorum stödd í Amsterdam, eftir að hafa eytt eftirmiðdeginum í Almere sem er ný borg rétt hjá Amsterdam. Þar kíktum við í búðir, skoðuðum byggingarnar sem rjúka upp þarna, safn eftir Sejimu, sem er nýbyggt og enn verið að klára. Þegar tók að rökkva ákváðum við að skella okkur í bíó. Fórum að sjá the Last King of Scotland, sem hann Forest Whitaker fékk Óskarinn fyrir leik sinn í. Hún var mjög áhrifamikil og góð áminning um hversu illa upplýst við erum um ástandið í Afríku fyrr og nú. Atburðir í þessari mynd gerðust á áttunda áratug síðustu aldar, undir einræði Idi Amin í Úganda. Á nokkrum árum náði hann að drepa um 300.000 manns. Eins og eitt Ísland! Mæli með þessari mynd.

Eftir bíóið fórum við með lestinni til Amsterdam, þar settumst við inn á lítinn stað og fengum okkur pizzu og hvítvín. Namm! Þegar við komum út blasti við okkur fallegur tunglmyrkvinn og allir gengu um göturnar með hausinn reigðan aftur til að horfa upp í himininn. Mjög áhrifamikið og skemmtilegt. En það er erfitt að taka myndir með zoomið í fullt, þegar maður er ekki með þrífót. Á endanum lá Ren í jörðinni, með myndavélina ofan á skónum sínum sem hann fór úr. Malasískur Kínverji á sokkaleistunum liggjandi í jörðinni með myndavél ofan á skó. Jebb.

Hef það annars ágætt, en þið?


Hlekkir