ég bý í klikkuðu húsi. Ef hús geta verið klikkuð. Þá á ég við íbúana. Það er árlegur viðburður að haldið sé húspartý. Huisfestið mikla. Það verður á laugardaginn. Það er búið að vera að skipuleggja þetta í margar vikur, og nú er skreytingavélin á fullu. Til dæmis er búið að sauma helling af fánum. Þemað er nefnilega Baghaynia, þ.e. að húsið sé "land".
Gestir partýsins verða því sérstakir þjóðhátíðargestir. Það er búið að búa til heimasíðu og panta hljómsveitir og dj'a og vj'a og hvers konar j'a sem manni getur dottið í hug. Það er búið að prenta boðskort og leigja hljóðkerfi og ljósakerfi. Það er búið að panta atvinnu útkastara. Lögreglan og slökkviliðið eru með í leiknum. Búið að panta þrjú þartilgerð exit ljósaskilti sem eru viðeigandi í svona stórum partýum. Það er búið að panta bjórvélarnar og barina. Við erum að þvo öll viskastykkin í heiminum í kvöld svo að við getum þurrkað upp bjórinn af börunum á laugardaginn. Ég vona að eitthvað af bjórnum rati ofan í minn maga. Ég verð nefnilega barþjónn í tvo klukkutíma samfleytt og á meðan má ég drekka að vild! Öss, þetta verður svakalegt!

MyndbandÞó þið nennið ekki að horfa á allt myndbandið, mæli ég samt með síðustu mínútunni.
Heimasíða Baghaynia

Myndin efst er af holinu þar sem mesta smíðavinnan fer fram. Styttan góða og checkpointið þar sem passar gesta verða tékkaðir. Klikkun!



ég hélt ég hefði vaknað klukkan eitt, en ég vaknaði klukkan tólf, þökk sé vetrartímanum sem gaf mér einn klukkutíma extra í nótt. I like it!



gærdagurinn var ekki mjög viðburðaríkur. eftir ferð á barinn á föstudagskvöldið hef ég komist að þeirri vísindalegu niðurstöðu að bjór á ekki að vera framleiddur í 10 prósent styrkleika. það er fáránlegt að verða spinnegal af 2-3 bjórum! núna er það grjónagrautur og mjólk. góðar stundir.



Jemundur minn! Ég var búin að gleyma hvað sykur high getur varað lengi... Í kvöld kom til mín pakki fullur af íslensku nammi. Sem betur fer voru Rúna, Árni og Lína stödd í heimsókn því annars gæti ég eflaust ekki setið á þessum stól í þessum skrifuðu orðum. Ragnhildur undrasystir var svo góð að senda mér allar mögulegar gerðir af súkkulaði, lakkrís og súkkulaðihúðuðum lakkrís og fylltum lakkrís. Herre Gud. Takk músin mín.


Hér eru verksummerkin. Á morgun má svo sjá afleiðingarnar þegar ég reyni að troða mér í gallabuxurnar...



allt mitt hollenska hafurtask. Heil 23 skref!





Já, þetta sveif yfir Delft þegar ég hjólaði heim úr skólanum í kvöld. Héðan í frá birtist mynd af fljúgandi farartækjum í hverri færslu.


En að öðrum furðuhlutum þá ákvað þessi stelpa

að það væri kominn tími á að giftast kallinum sínum um daginn. Til hamingju Katrín og Sæmi!


Hlekkir