smá forsaga...

Árið 2003 fór ég á sumarnámskeið arkitektaskóla í Evrópu, sem haldið var rétt utan við Árósa í Danmörku. Eyddi þar tveimur vikum í uppbyggingu húss úr hálmi, þar sem áherslan á þessu námskeiði var 'sustainability' eða sjálfbær arkitektúr. Skemmti mér vel og hitti margt áhugavert fólk. Í framhaldi af þessu námskeiði var sett upp heimasíða á netinu með upplýsingum um okkur sem vorum í nákvæmlega þessum hluta námskeiðsins, þ.e. byggingu þessa húss (það voru mörg önnur verkefni í gangi). Á þeirri síðu má sjá myndir af öllu fólkinu. Þar á meðal mér og stelpu sem ég kynnist vel frá Lettlandi, henni Beate.

en
semsagt

ég prófaði að googla mig. bara svona til að tékka :) rakst á nafnið mitt tengt síðu sem ég kannaðist ekkert við og ákvað því að athuga það nánar. Þá lenti ég á þessum spjallvef þar sem áhugafólk um þjóðfræðilegan uppruna hittist og giskar á uppruna fólks. Þarna eru semsagt settar inn myndir sem fólk finnur á netinu, og svo er giskað á það hvaðan myndefnið er ættað.
Ég er þar tekin sem dæmi og einnig vinkona mín hún Beate. Getið lesið um þetta þarna en greinilegt er að margir telja mig hafa latneska andlitsdrætti og virðist ég því eitthvað vefjast fyrir fólki. Einnig stelpan frá Finnlandi, sem mig minnir hafi verið af asísku bergi brotin.
Svo fer fólk að grafast fyrir um myndir af fólki frá Íslandi til að styðja sitt mál og farið inn á heimasíðu með myndum af íslenskum leikkonum til að sjá hvort ég líkist þeim eitthvað. En allavega er talað um að ég sé með 'robust costitution' eða 'stórbrotna líkamsbyggingu' ! Hann quarryman sem var upphafsmaður þessa spjallþráðs segir einnig: 'Among Icelandics (more often on tv than in real life, I admit), I have often noted the rounded features and snub-noses.' Semsagt rúnaða andlitsdrætti og snubbótt nef! (snub nose þýðir 'stutt eða flatt nef')

Það er skemmst frá því að segja að ég hef skemmt mér konunglega við lestur þessa spjallþráðs þar sem fólk úti í heimi spáir í uppruna minn. Flissa eins og smástelpa með flatt nef.

Þetta internet! Allt er nú til.


Hlekkir