Bubbi flottur!!!

Það er byrjað að rífa innan úr húsinu sem við bjuggum í. Það er í raun allt í rúst þar. Allt bara skafið innan úr húsinu og lítið eftir annað en berir veggir. Þar á meðal voru nokkrir skorsteinar fjarlægðir. Eigandi hússins sagði strákunum Ren og Hendrik frá því einn morguninn að daginn áður hefðu þeir fundið sprengju í einum skorsteininum. SPRENGJU!!! Þeir fundu sprengju frá seinni heimsstyrjöldinni í skorsteini. Svæðið var lokað af, sprengjusveitin mætti á svæðið og aftengdi eða fjarlægði sprengjuna.



Ég svaf við hliðina á sprengju í heilt ár! Ef þetta er ekki til að gera mann taugaóstyrkan aftur í tímann veit ég ekki hvað. Við vorum oft uppi á þaki að henda litlum steinum niður um strompana. Hvað ef þeir hefðu vakið sprengjuna af værum svefni... Ég reyndar skil ekki hvernig hún komst þangað. Voru Þjóðverjar að varpa sprengjum úr flugvélum og þessi rataði bara niður í skorstein og sprakk ekki??? Eða var einhver að fela þessa sprengju eftir að stríðinu lauk? Me not fatt.

Já, það er sko engin lognmolla hér í Delft.




Fjórir Fimmsson a.k.a. Þórir Finnsson á afmæli í dag.

Til hamingju með daginn stóri bróðir! Skála fyrir þér í kvöld.



Hún er sextug í dag hún mamma. Það er bara alveg ótrúlegt að þessi sæta kona sé sextug! Það bara passar ekki. En þetta segir dagatalið og það lýgur ekki. Ég veit hún trúir því ekki sjálf.

Á þessari stundu nýtur hún dagsins með Einari, Valgerði og ömmu sem varð 85 ára í sumar.

Reykjavíkur-Ragnhildur, Kópavogsgengið og Garðabæjarstóðið voru með þeim í bústað um helgina. DelftUnan hringdi bara til að vera memm.



Mamma er mjög góð mamma.
Til hamingju með daginn elsku mamma mín.



Var að enda við að skrá mig sem meðlim í Kiva
sem eru non-profit samtök. Þau eru milliliður milli okkar sem eigum einhvern pening, og þeirra sem eiga mjög litla peninga og vilja slá lán hjá okkur.

Ég lánaði honum John Ebuchi í Nígeríu. Hann lærði húsgagnasmíði og vantar lán til að kaupa efni og koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Ég lánaði honum 25 dollara. Það gera 1.633 krónur. Hann er búinn að lofa mér að borga lánið eftir 8 mánuði. Þó vantar hann enn 125 $, þannig að ef að ÞÚ vilt leggja honum lið mæli ég með að þú færir bendilinn á borðann hér til hliðar á síðunni.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Just do it!





Eftir kveðjupartý gærkvöldsins mættu 7 þreyttir vinir á lestarstöðina í Delft eldsnemma í morgun. Bing flaug heim til Singapúr í dag :(



Fór með nýja bekknum mínum í siglingu um helgina. Fórum að vatni við De Kaag, þar sem við leigðum fjóra seglbáta. Vorum í tvo daga að sigla um vatnið, borða, drekka og sofa í bátum. Það var mjög gaman og myndirnar má sjá hér.

Í lok ferðarinnar í einu af mörgum matar og drykkjarstoppum þá gekk ég fram á þessi fínu hjón að fá sér síðdegiskríu.


Hafið þið séð það krúttlegra???

Köben var líka mjög skemmtileg, það má líka sjá myndir þaðan á myndasíðunni. Hitti Rósu og Nils og Medúnu, fyrir utan að hafa það ofurgott með Ragnhildi og mömmu og Einari. Súpernæs.

Nú er skólinn byrjaður og mér líst bara mjög vel á það. Er svona að koma mér í gang. Bý í herberginu hennar Rúnu og það lítur út fyrir að það verði inntökufundur fyrir þá sem sækja um að fá herbergi í þessu húsi þann 25. september. Doldið stressuð fyrir það... en sjáum til.

Fór á gríðarskemmtilegt djamm um daginn með fullt af Íslendingum. Fórum á útitónleika í Haag, sáum meðal annars Pink. Mjög skemmtilegt kvöld og hitti fullt af nýju fólki. Þetta sama fólk ásamt enn fleiri Íslendingum og hollenskum viðhengjum þeirra ætlum að borða saman þríréttað hér í húsinu á föstudaginn. Rúna og Árni eru búin að vera að skipuleggja þetta dögum saman. Lítur út fyrir að verða skemmtilegt gill.

Og já, lét undan þrýstingi og skráði andlitið mitt á Facebook.com. Ef einhverjir lesendur eru þar megið þið hafa uppi á mér. Sanka að mér vinum í gríð og erg. erg er skemmtilegt orð.

Góðar stundir.


Hlekkir