Já, sunnudagur að kveldi kominn. Helginni eyddum við heima við. Laugardagur fór í sund og almennt heimastúss, Guðrún eldaði ljúffengan saltfiskrétt fyrir okkur og Hrefnu, Finn, Steinunni og Önnu Sólrúnu. Að ofáti loknu var tekið í spil, svo var aðeins glamrað á gítar og raddbönd. Í dag sunnudag komu Elvar, Verónika, Aldís og Thor. Svo kom einnig Aaron vinur Gu og Sno með son sinn Tengis. Allir fóru í laugina nema ég, var eilítið brunnin eftir sundið í gær og vildi ekki bæta gráu á annars svart brunasvæðið á öxlunum. Talaði við Ragnhildi í dag, hún var að hugsa til mín og ég til hennar.
Í kvöld voru allir dasaðir eftir ærslin, ég horfði á Síðasta Móhíkanann með Daniel Day-Lewis og þau hin lásu og léku sér.
Á morgun kemur svo íslenskuneminn minn hún Stefanie. Hún er að læra hjá mér íslensku einu sinní í viku, því hún ætlar að fara til Íslands í haust að stunda nám í HÍ og vill vera undirbúin. Þetta er gaman, hún er af íslenskum ættum og mjög áhugasöm. Smá aukapjeeeningur hefur engann skaðað.
Kötturinn er að jafna sig, þótt hún eyði dágóðum tíma á degi hverjum í að stara á skottið á sér, eflaust að velta fyrir sér hvort það hafi alltaf verið svona stutt...
Er að hlusta á fréttir á Rás 2 núna, klukkan er sex á mánudagsmorgni á Íslandi, en ellefu á sunnudagskvöldi hér hjá mér, og þið sofið á ykkar græna.
Hafið það gott fólkið mitt!