Helgin búin


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, sunnudagur að kveldi kominn. Helginni eyddum við heima við. Laugardagur fór í sund og almennt heimastúss, Guðrún eldaði ljúffengan saltfiskrétt fyrir okkur og Hrefnu, Finn, Steinunni og Önnu Sólrúnu. Að ofáti loknu var tekið í spil, svo var aðeins glamrað á gítar og raddbönd. Í dag sunnudag komu Elvar, Verónika, Aldís og Thor. Svo kom einnig Aaron vinur Gu og Sno með son sinn Tengis. Allir fóru í laugina nema ég, var eilítið brunnin eftir sundið í gær og vildi ekki bæta gráu á annars svart brunasvæðið á öxlunum. Talaði við Ragnhildi í dag, hún var að hugsa til mín og ég til hennar.
Í kvöld voru allir dasaðir eftir ærslin, ég horfði á Síðasta Móhíkanann með Daniel Day-Lewis og þau hin lásu og léku sér.
Á morgun kemur svo íslenskuneminn minn hún Stefanie. Hún er að læra hjá mér íslensku einu sinní í viku, því hún ætlar að fara til Íslands í haust að stunda nám í HÍ og vill vera undirbúin. Þetta er gaman, hún er af íslenskum ættum og mjög áhugasöm. Smá aukapjeeeningur hefur engann skaðað.
Kötturinn er að jafna sig, þótt hún eyði dágóðum tíma á degi hverjum í að stara á skottið á sér, eflaust að velta fyrir sér hvort það hafi alltaf verið svona stutt...
Er að hlusta á fréttir á Rás 2 núna, klukkan er sex á mánudagsmorgni á Íslandi, en ellefu á sunnudagskvöldi hér hjá mér, og þið sofið á ykkar græna.
Hafið það gott fólkið mitt!

|

Hlekkir