Annar í skrifum


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, smá byrjunarörðuleikar... mér skilst að ekki allir geti commentað hérna, þótt ég hafi stillt það þannig að allir gætu það. Me not fatt. En allavega. Var að fá úthlutað fyrsta skólaverkefni haustsins, þar sem við eigum að kryfja (ekki bókstaflega) einn arkitekt og mér var úthlutað Enric Miralles sem ég veit voða lítið um. Nú verður farið á Amazon og leitað. Það er fínt að geta notað sumarið í undirbúning og heimildaöflun.
Núna er klukkan korter í tíu og litli kallinn sefur. Hvað við gerum í dag er óráðið, kannski finnum við okkur góðan róló. Baldur er farinn að labba heilmikið en treystir sjálfum sér ekki alveg nóg, hann labbar og labbar og svo er eins og hann fatti að hann er að labba og þá lætur hann sig detta. Mikið að gerast hjá honum þessa dagana, ýmislegt sem hann er að uppgötva.
Nú svo er hér kisa sem heitir Sóley, en ég kalla að sjálfsögðu bara kisumús, hún er mjög fín og við erum orðnar fínar vinkonur. Afskaplega þolinmóð gagnvart eilífu skott-tosi Baldurs.
Sif er rosalega dugleg í öllu sem hún er að gera. Hún er dugleg í skólanum, fimleikum og softball (mini-hafnarbolti). Fyrsta keppnin var síðustu helgi, eins og sjá má hér og svo verða leikir alla laugardaga í sumar. Liðið heitir Heatwave (hitabylgja) og þær rokka stelpurnar. Eiga eftir að rúlla þessu upp.
Ég fór að leita að tónleikadagskrá Pixies en þeir eiga ekki eftir að koma nálægt flóasvæðinu (bay area) fyrr en ég er farin heim héðan, búhú, þannig að ég verð bara að skreppa til Bretlands í haust til að berja þá augum. Góða skemmtun þeir sem ætla að skella sér í Kaplakrikann. Í þessu hringir Ragnhildur og tjáir mér að hún sé að sitja Will og Grace maraþon, vona að hún klári það... dugleg stelpa !
Og nú er Baldur vaknaður... meira seinna, kveðjur til allra á Íslandi frá okkur !

|

Hlekkir