Spídukall og spilamennska


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Við Gu Birna fórum á Spiderman II í gær í boði Gúgúl. Takk fyrir okkur. Skemmtum okkur ágætlega þrátt fyrir að hvoruð okkar myndi hvað gerst hefði í fyrri myndinni.
Í dag kom neminn minn og lærði "koll af kolli" sem hún þuldi upp koll af kolli. Erfitt fyrir Ameríkana að bera fram þetta hljóð sem myndast af tveimur L-um. Sif las fyrir hana og hún fyrir Sif. Ég næ þannig að sameina þessa tvo bekki sem ég hef: íslenska fyrir byrjendur og framhaldsnámskeið fyrir unga Íslendinga búsetta erlendis, í íslenska eins og hún leggur sig. Ansi gott.
Í kvöld komu Finnur, Hrefna, Steinunn og frumburðurinn Anna Sólrún í heimsókn, færandi hendi. Komu þau með ljúffengt kjöt, ýmist ljóst, dökkt eða rautt, ásamt margvíslegu meðlæti. Þessu var öllu skellt á grillið og rennt niður með eðal-tveggjadollara-rauðvíni. Spilamennskan var æfð. Fimbulfamb og Sequence voru spiluð. Guðrún ætti að vinna sem orðabók því hún rúllaði þessu upp í fimbulfambinu, og allir skiptust á að vinna Sequence, NEMA ÉG !!!
Á morgun er föstudagur og veit ég ekki hvað hann ber í skauti sér, en á laugardag verður farið í tívolí... Dropzone þú manst Ragnhildur! Mikið gaman, mikið fjör. Á sunnudaginn er 4. júlí, ekki er alveg ákveðið hvert haldið verður þá, en á mánudag verður settið í fríi. Þá mun Sif einnig halda af stað í fjallaferð með ypsilon-emm-sé-a sem er hið ameríska KFUM, þar sem hún mun dvelja í fjallakofa í eina viku.
En nú skal haldið til draumalandsins.

|

Hlekkir