á afmæli!
Hæ hó jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní!

Til hamingju með daginn Íslendingar nær og fjær.
Búin að kynna verkefnið, gekk bara sæmilega skulum við segja. Ekkert brill í gangi um þessar mundir.
Nú taka við tvö próf og tvær ritgerðir og eitt stykki 1:20 deili, stuð!
Loksins búið að lækka í hitamælinum. Sem er gott, að vissu marki :) maður má alltaf kvarta yfir veðrinu, sama hversu gott það er.
Fengum húsið okkar. Það eru staðfestar fregnir. Frá og með 15. júlí mun ég borga leigu í húsi númer 175 við Oosteinde (Austurenda). Hlökkum mikið til að flytja í ágúst. Núna stendur yfir dauðaleit að tveimur leigjendum í viðbót. Eins og staðan er í dag sé ég fram á að búa ein með fimm karlmönnum næsta vetur. Ég veit ekki hvort ég á að hlakka til eða vera smeyk við þetta, testosterón í miklu magni stráð yfir seríósið á hverjum morgni...úff!
Já sem minnir mig á það. Það er ekki selt seríós hérna. Né kókó pöffs. Skítt.
Ég hef ekki sofið í 30 klukkutíma. Þess vegna er ég með rugluna. Ég söng sautjánda júní lagið hástöfum fyrir strákana áðan. Vildi að þeir æfðu þetta með mér svo við getum farið í skrúðgöngu á morgun.
Við vorum í yfirferð í 12 klukkutíma í dag. Frá 10 til 22. Það er heimsins lengsta yfirferð.
En á morgun fæ ég tölvuna mína langþráðu. Á morgun kemur Kári hennar Hjördísar hingað til Delft til að skoða íbúðir fyrir þau hjónakornin og Styrmi fyrir næsta vetur, eða næstu vetur. Hjördís er að koma hingað í nám.
Hann féllst á að selflytja HP dýrgripinn minn sem elskulegi stóri bróðir minn kauftaði í Ameríku um daginn. Jibbí jei.
Þá get ég farið út úr herberginu mínu til að læra. T.d. á bókasafninu eða í skólanum. Þetta eru stórar fréttir. Allir að segja: "til hamingju Una!"
nú er ég að hlusta á skrýtið lag
ætla að sofa í hausinn á mér