

Frekar lítið eftir af skólabyggingunni. Búið að vera að rífa hana niður í allt sumar, og nú stendur bara lyftu- og stigastokkurinn.
Ég sakna enn skólans, og ég held að allir aðrir nemendur skólans og starfsfólk hugsa það sama. En nú er unnið hörðum höndum á að koma okkur inn í gömlu aðalbyggingu skólans, sem verður arkitektúrbyggingin í 4-5 ár meðan nýtt húsnæði er byggt. Minn hópur mun þó ekki komast inn í þá byggingu fyrr en í lok árs, og þá vona ég að ég verði útskrifuð hvort sem er.
Tjaldborginar sem reistar voru skömmu eftir brunann munu gegna hlutverki skólastofa þangað til. Ég á bara eitthvað erfitt með að vinna þar. Vinn frekar heima, en sakna á sama tíma félaganna, sem flestir húka hver í sínu horni og vinna. Þurfti þessi kjánalegi bruni endilega að gerast? Dæs.
Niðurrifið live.