bikini, brúnkukrem og bjór


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Nú styttist í sólarlandaferðina mína þetta árið. Förinni heitið til mjög svo exótískrar eyju. Þar eru innfæddir afar brúnir á hörund og því þori ég ekki annað en fara í ljós og bera á mig brúnkukrem áður en ég legg í hann. Vona að ég brenni ekki þarna. Sólarvörn er líka komin á innkaupalistann.

Núna í dag keypti ég mér bikini, hlakka til að fara og flatmaga í sólinni þarna og fá mér bjór. Hér í Hollandi er bara búið að rigna og rigna og rigna og rigna og rigna.
Ég bið nú bænirnar til veðurguðanna öll kvöld, til að veðrið haldist í sólarástandi og ég komi ekki með rigninguna með mér.

Ég hlakka mikið til að fara, veit ekki hvort ég næ að tjá mig á máli innfæddra. Hef heyrt þeir tala mikið um veðrið og sólina, drykkja er víst frekar mikil þar og matarmenning spes.

Ó já, Ísland á sunnudaginn!!!

|

Hlekkir