Enn eitt laugardagskvöldið. Hvað er betra að gera á laugardagskvöldi en að spila Scrabble. Einn galli var sá að spilið mitt er á íslensku. Þeir Ren og Bing vildu alls ekki leyfa mér að spila á íslensku og þeir á ensku. Þannig að við spiluðum á ensku. Með ekkert W, C eða Z. Þ breyttist í P (því það hentaði mér). Æ breyttist í A (því það lá vel við fyrir mig). Ý í Y, Í í I o.s.frv. Stórskemmtilegt og útkoman skondin. Þrátt fyrir þetta gríðarlega umfangsmikla svindl af minni hálfu skíttapaði ég. Manni hefnist...


Skemmtileg orð sem mynduðust voru ÐÁRN, GREÝ, GAMÉ (franskur leikur, vinsæll á veitingastöðum), UNÍONS, INÐEX, KÍÐ og fleiri og fleiri...
Mæli með þessu!