Skrafl á ísl(ensku)


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Enn eitt laugardagskvöldið. Hvað er betra að gera á laugardagskvöldi en að spila Scrabble. Einn galli var sá að spilið mitt er á íslensku. Þeir Ren og Bing vildu alls ekki leyfa mér að spila á íslensku og þeir á ensku. Þannig að við spiluðum á ensku. Með ekkert W, C eða Z. Þ breyttist í P (því það hentaði mér). Æ breyttist í A (því það lá vel við fyrir mig). Ý í Y, Í í I o.s.frv. Stórskemmtilegt og útkoman skondin. Þrátt fyrir þetta gríðarlega umfangsmikla svindl af minni hálfu skíttapaði ég. Manni hefnist...




Skemmtileg orð sem mynduðust voru ÐÁRN, GREÝ, GAMÉ (franskur leikur, vinsæll á veitingastöðum), UNÍONS, INÐEX, KÍÐ og fleiri og fleiri...

Mæli með þessu!

|

Hlekkir