á morgun...


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



...kemur eldri systir mín í heimsókn. Ég á orðið erfitt með að kalla þær stórar og litlar systur, þær Ragnhildi og Guðrúnu. Eldri og yngri virðist vera meira viðeigandi. En já, Guðrún Birna á leiðinni. Hefur ekki komið til Hollands síðan hún flutti héðan ásamt eiginmanni sínum aftur til Íslands eftir háskólanám. Það verður gaman að heyra hvað hefur breyst á þessum árum. Síðan þá hefur hún búið í Kaliforníu í 10 ár! Leitt að ég get lítið sýnt henni Hollendingana sjálfa þar sem ég þekki nærri enga. En ég get sýnt henni hvernig allra annarra þjóða kvikindi haga sér í Hollandi. Þá á ég við sambýlisfólk mitt.
Við ætlum:
á markaðinn
fá okkur patat speciaal

fá okkur vöfflu með karamellu
hjóla
fara til Amsterdam
ræða málin
basically vera systur í sama landi, sem gerist allt allt allt of sjaldan.


Þegar hún fer heim ætla ég að borða flatkökur með hangikjöti og skyr :D slúrp hlakka til.

Good times.

Fyrrum Fremont-fjölskyldan, nú Garðabæjarfjölskyldan. Við ströndina í San Diego sumarið 2004.

|

Hlekkir