Je Dúdda mín


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég er svo aldeilis klessa! Mér er ekki ætlað að setja hér inn myndir. Búin að hala niður voða fansí forriti sem lofar öllu fögru og svíkur allt sem það segir. Ég stend ekki á Samma...
En já... góður dagur. Byrjaði þó ekki svo vel. Ég var í föstudagsfíling í gær og var að nauða í Guðrúnu að gefa mér áfengi, sem hún og gerði. Hún blandaði handa okkur voða góða Mudslide (drullumall í ísl. þýðingu) sem við renndum niður kokið á MÉR með bestu lyst, því hún drakk ekki sinn nema að hálfu leyti þannig að ég varð að draga hana að landi... sem þýddi bara eitt, ég fékk hlutfallslega miklu verri magaverki í nótt en hún. Það var örugglega eitthvað að þessu áfengi því ég vaknaði kl. 4 í nótt með agalega verki í kviðarholinu ( e.r. áhorfandinn búinn að pikka ýmislegt upp) og hún sagði að hún hefði fengið smá verki... great! Síðan hvenær hefur það borgað sig að drekka lítið??? Mér er spurn! Það er reyndar altalað að Guðrún eigi við drykkjuvandamál að stríða, hún klári aldrei drykkina sína! Háalvarlegt mál. En já, í morgun vakti Guðrún mig með látum og dró mig fram úr rúminu og í gymið, þar sem við hoppuðum i klukkutíma, ég á fastandi maga og enn hálf sofandi... mér allavega tókst aldrei að hafa réttu löppina á lofti miðað við sporin sem voru í gangi. En ég lifði af, við fórum og sóttum Sif, Snorra og Baldur á soft-ball leikinn. Fórum heim, allir í sturtu og skelltum okkur svo í langferðabílinn og inn í borg, on the road again lalalllalalal, fórum á listasýningu þar sem Charlotta Hauksdóttir, kunningjakona þeirra Gu og Sno var að sýna myndir sem hún gerði, og margir aðrir menn sýndu listir sínar. Frekar flott. Kíktum á kaffihús og aðeins í búðir, ég náði að versla mér tvö kíló af sjampói sem ég rogaðist með úr Aveda búðinni. Fundum rútuna aftur og fórum heim. Svo höfum við Guðrún setið yfir tölvunni og reynt að fá Hello forritið til að posta myndir hér inni, en nei ekki hlýðir það, HELLO !!!
San Fran er flott borg og ég ætla að fara þangað fljótlega aftur og skoða mig betur um.
Jæja fólk, ég er hætt
bless, Una

|

Hlekkir