Paramount Great America


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Púff !! Í dag fórum við Snorri, Sif og Steinunn í tívolí. Vöknuðum snemma og vorum mætt þegar garðurinn opnaði. Öskruðum mikið í rússíbönunum, það mikið að ég finn fyrir því í hálsinum. Raddböndin orðin ansi þreytt. Sif stóð sig eins og hetja, fór í rússíbana (sem börn sem hafa náð ákveðinni hæð mega fara í) og fannst mjög gaman. Hún var líka í vatnsbaði ýmiskonar í drjúgan tíma meðan við Steinunn skruppum í TopGun, svona rússíbani þar sem maður dinglar neðan úr brautinni. Hef farið í hann áður, en mundi það ekki og skellti mér aftur... hef örugglega bælt minningarnar því hann var frekar hræðilegur, en mjög skemmtilegur samt.
Eftir rúma 8 klukkutíma veru í garðinum í miklum hita og 4. júlí-helgar-kösinni fórum við heim til Finns og Hrefnu þar sem þau buðu upp á ljúffengan lax og Guðrún bauð upp á ferskjur-úr-garðinum-böku. NAMM !
Fórum frekar snemma heim því Baldur vildi ekki lúlla í Önnurúmi og við hin vorum öll frekar sloj eftir daginn. Góður dagur, vona bara að ég fari ekki að dreyma svaðilfarir í rússíbönum og öskra upp úr svefni.

|

Hlekkir