duggadugg


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Fór með nýja bekknum mínum í siglingu um helgina. Fórum að vatni við De Kaag, þar sem við leigðum fjóra seglbáta. Vorum í tvo daga að sigla um vatnið, borða, drekka og sofa í bátum. Það var mjög gaman og myndirnar má sjá hér.

Í lok ferðarinnar í einu af mörgum matar og drykkjarstoppum þá gekk ég fram á þessi fínu hjón að fá sér síðdegiskríu.


Hafið þið séð það krúttlegra???

Köben var líka mjög skemmtileg, það má líka sjá myndir þaðan á myndasíðunni. Hitti Rósu og Nils og Medúnu, fyrir utan að hafa það ofurgott með Ragnhildi og mömmu og Einari. Súpernæs.

Nú er skólinn byrjaður og mér líst bara mjög vel á það. Er svona að koma mér í gang. Bý í herberginu hennar Rúnu og það lítur út fyrir að það verði inntökufundur fyrir þá sem sækja um að fá herbergi í þessu húsi þann 25. september. Doldið stressuð fyrir það... en sjáum til.

Fór á gríðarskemmtilegt djamm um daginn með fullt af Íslendingum. Fórum á útitónleika í Haag, sáum meðal annars Pink. Mjög skemmtilegt kvöld og hitti fullt af nýju fólki. Þetta sama fólk ásamt enn fleiri Íslendingum og hollenskum viðhengjum þeirra ætlum að borða saman þríréttað hér í húsinu á föstudaginn. Rúna og Árni eru búin að vera að skipuleggja þetta dögum saman. Lítur út fyrir að verða skemmtilegt gill.

Og já, lét undan þrýstingi og skráði andlitið mitt á Facebook.com. Ef einhverjir lesendur eru þar megið þið hafa uppi á mér. Sanka að mér vinum í gríð og erg. erg er skemmtilegt orð.

Góðar stundir.

|

Hlekkir