Katrín mín litla


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Hún er komin og farin, hún Katrín mín. Skrapp til mín í helgarferð. Það var alveg indælt fyrir utan að heilsan var eitthvað að hrjá okkur báðar. Ekki skemmtileg tímasetning fyrir heilsubresti. En þó náðum við að sjá og gera eitthvað. Versluðum aðeins á föstudaginn og fórum á afrískan veitingastað um kvöldið með nokkrum Íslendingum og tveimur Hollendinum. Jafngóður matur þar og síðast þegar ég fór. Klikkar ekki. Magn af bjór innbyrtum um kvöldið var örlítið of mikið. Við (ég) bárum þess að minnsta kosti merki á laugardagsmorgninum...

En til Haag komust við þó og byrjuðum á stórskemmtilegu Escher safninu. Þessi listamaður var snillingur bæði í hugsun og handverki. Frábær sýning, "verður-að-sjá" (must see).

Það var þó ótrúlegt hvað hún Katrín litla var lítil þarna inni...


...og greinilegt að ég er búin að vera dugleg að taka lýsið mitt undanfarið!

Svo var haldið í verslanir og spreðað smáááá.
Svo fór hún bara í morgun. Stutt og laggott.

En nú á ég grænar Ora baunir! Við ætlum að borða hangikjetið hennar Rúnu einhverntímann á næstunni. Namm hlakka til.

|

Hlekkir