aðeins bjartara


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



niðurrifið hafið. það er búið að hlaða gámum utan á bókasafnið, sem er tveggja hæða botnlangi út úr aðalbyggingunni, til að verja bókasafnið fyrir brotunum sem detta niður. Það á að reyna að létta á byggingunni til þess að reyna að koma í veg fyrir að hún hrynji ofan á bókasafnið sem er að mestu leyti heilt. Það eru samt nokkrar vikur í að þeir geti farið að bjarga hlutum úr bókasafninu.

Ég átti nokkur skissumódel inni í byggingunni og bækur og blöð í tengslum við verkefnið mitt, en ekkert sem er ekki hægt að gera aftur frekar fljótlega. Ekkert miðað við svo marga.

en það er líka kominn tími til að tala um eitthvað annað en þennan bruna þó hann sé manni ofarlega í huga. Það er verið að vinna að því að koma nemendum fyrir í öðru húsnæði en ég ákvað bara að skella mér til Íslands þangað til.

Já, kem heim á laugardaginn og verð í 11 daga. Það verður ljúft líf, fínt að komast aðeins í burtu frá svartsýninni hérna.

Ég veit um fólk sem er að vara fólk við að koma hingað í nám. Ég verð svo reið þegar ég heyri svona, því þessi skóli er ekki bara þessi bygging. Að sjálfsögðu væri það fínt að allt væri eins og það var, en svona bölsýni hjálpar ekki uppbyggingunni. Það sama fólk er að reyna allt sem það getur til að fá skólann til þess að bæta sér tjónið við að missa aðstöðuna, með peningagjöf. Þetta er eiginhagsmunasemi sem fer úr öllu hófi. Þoli ekki svona hugsanahátt. Þetta verður allt í lagi. Hollendingar eru snillingar í að plana hluti hratt og örugglega. Þetta verður komið í fínt lag (auðvitað tekur tíma til að fá hlutinga til að ganga smurt fyrir sig) áður en maður veit af. Aðlögunarhæfnin okkar verður líka að vera til staðar. Ég segi alveg eins og er að ég vissi ekki hvernig bókasafnið eða módelgerðaraðstaðan væri í þessum skóla áður en ég kom (þó ég hafi svosem alveg gert ráð fyrir að hún væri betri en í LHI), en ég get á engan hátt hugsað um þetta sem atburð sem skólayfirvöld verða að taka ábyrgð á með því að endurgreiða mér hluta skólagjaldanna. Það væri á sama tíma sektaryfirlýsing í mínum huga og þetta slys var ekki neinum einum að kenna.
Það varð til röð atvika sem urðu að endanum að stóru báli sem enginn réð við. Við getum ekki sett skólann á pásu þar til ný bygging kemur. Skólinn er miklu meira en þessi bygging.

úff þurfti að koma þessu frá mér.

Já það lítur út fyrir að þessi færsla snúist ekki um mikið annað en brunann. Næsta færsla verður um eitthvað annað. Lofa.

p.s. Lína Ofurdreki á ammli í dag. Til hamingju með daginn sæta baun.

|

Hlekkir