Veit einhver hvaða teiknistofa er hér á ferðinni?

Eignamiðlun ehf kynnir: Íbúð nr. 14.02 í húsi nr. 18 við Vatnsstíg. Um er að ræða 128,8 fm. Fastanúmer íbúðarinnar er 2297865. Lýsing eignarhluta skv. eignarskiptayfirlýsingu: Íbúð 10 1402, fastanr. 229-7865.
Íbúð á 14. hæð til norður, austurs og suðurs. Í íbúðinni er samkvæmt fyrirliggjandi
teikningum borðstofa, setustofa, bókastofa, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og
þvottahús og gestasnyrting, svalir til suðurs, alls 13.3 m2. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í neðri kjallara merkt -112, hlutdeild í sameign sumra Y2 í matshluta sem er gangar, stigahús, tæknirými, sorpgeymsla, hjóla- og vagnageymsla og hlutdeild í húsi og lóð. Birt flatarmál íbúðar er 128.8 m2 og geymslu 7.2 m2 eða alls 136.0 m2. Hlutfallstölur koma fram í viðauka með eignaskiptayfirlýsingu þessari, þar með talin hlutdeild í matshluta 16, bílgeymslu.
Bílastæði merkt nr. 0037 á fleti 1 í bílastæðahúsi, mhl. 16, fylgir þessari íbúð.
Skipti möguleg á minni íbúðum.
Skemmtilegt hvað þeir blanda teiknitækninni saman. Þrívíddar renderingar og svo einföld handgerð skissuteikning af grunnmyndinni. Það virðist sem þetta prójekt hafi spannað nokkrar kynslóðir arkitekta. Skemmtilegt. Hlýtur að selja.