Í dag er Einar stjúpfaðir minn sextugur. Stór áfangi og það er leiðinlegt að missa af fögnuðinum. Til hamingju með afmælið Einar!
4. júlí leið eins og venjulegur sunnudagur. Fjölskyldan fór að sjá einhverja skemmtun hér í bæ, meðan barnapían svaf lengi og las og horfði á imbann. Um kvöldið var grillaður kjúklingur og grænmeti og bökuð 4. júlí kaka sem var skreytt eins og bandaríski fáninn.

Hún rann ljúft niður. Hérna í Fremont eru allir flugeldar bannaðir og var því lítið stuð hér í hverfinu. Sif var aftur á móti ekki sátt við að sjá ekki flugelda í meira en ár (hún sá þá síðast 4.júlí 2003) og við var því haldið út í leit að flugeldum. Við ókum til Union City, þar sem borgaryfirvöld eru örlítið rólegri yfir flugeldum og mátti sjá einn og einn fara á loft. Mest var þetta þó svona smágos sem fólk setti á götuna fyrir framan húsið og sat og horfði á með bjór í annarri og bjór í hinni...
Á mánudag var frí í vinnunní hjá Gu og Sno. Við keyrðum Sif í rútuna um morguninn, hún var mjög spennt að fara og er eflaust að skemmta sér konunglega. Húsið er þó tómlegt án hennar hér. Svo verður hún heima í 3 daga og fer svo til Íslands. Snökt... Baldur fær hins vegar óskipta athygli og kvartar ekki, þótt hann sakni hennar eflaust líka.
Ragnhildur keypti sér nokkrar dvd myndir og lét senda hingað og við Guðrún njótum góðs af því, fáum að athuga hvort allir diskarnir virki áður en við sendum Sif með góssið heim til Ragnhildar. Will og Grace er búið að rúlla ansi mikið í tækinu... gaman að því.
Íslenskuneminn minn kemur á eftir, hún er alltaf að læra eitthvað nýtt og virðist hafa mjög gaman að þessu. Þó virðist hún skammast sín eitthvað fyrir framburðinn eins og hún geri ráð fyrir því að fólk muni bara hlæja að henni ef hún segir hlutina ekki rétt. Sem er náttúrulega ekki rétt. Maður bara rétt flissar innan í sér ;)
Þarf að fara með kisu í dag að láta taka saumana. Hún virðist vera búin að sætta sig við þessa minnkun á sér.

Athugið að skottið er svona mjótt á endanum því hárin voru rökuð af vegna aðgerðarinnar, þau vaxa vonandi aftur svo þetta verður ekki eins snubbótt...
Hún lét þetta ekki aftra sér þegar hún ákvað að það væri sniðugt að stökkva upp á þak í fyrrakvöld. Aðeins verra að komast niður. Guðrún var að fara út með ruslið og heyrði bara mjálmið í henni en sá ekki hvar hún var. Þá er hún föst þarna uppi og þorði ekki að hoppa. Við sóttum stiga og náðum í hana... kjánaprikið.
Kveðjur til allra.