persónulegar árásir


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna daga.

Það hefur einn aðili hérna innan hússins ákveðið að leggja mig í einelti. Á hverju kvöldi fæ ég oddhvassar árásir frá viðkomandi, án þess að ég viti hvað ég hef gert af mér. Ég kem engum vörnum við. Á hverjum degi finn ég betur og betur hvernig þessar árásir eru að fara illa með mig. Þetta er að leggjast á sálina. Ég er hætt að geta litið í spegil á morgnana eftir slæman svefn. Þetta bókstaflega sýgur úr mér alla orku og mér finnst ég verða undir í þessu "stríði" sem er þó svo einhliða. Hinir húsfélagarnir standa utan við þessa orrahríð og geta lítið gert. Þeir veita mér þó stuðning þegar ég kvarta yfir þessu og það er þeim greinilegt hvaða áhrif þessa ástand er að hafa á mig. Viðkomandi hélt sig þó á mottunni meðan pabbi og Gunnhildur voru hérna. Vildi greinilega ekki spilla helginni. Þau urðu allavega ekki vör við neitt, vona ég. En ég er búin að vera í algjöru rusli yfir þessu, langar bara að klóra mig til blóðs þegar ég er minnt á ástandið. Ég er ekki að verja mig nóg greinilega.

Þetta breyttist í kvöld, þegar hún ætlaði enn og aftur að gera sig tilbúna til atlögu. Hendrik, hetjan mín, tók sig til og sló hana! Fast!!! Það kom blóð og allt. Slettist á vegginn. Það er þar enn. En það sem er svo ógeðslegt er að þetta er MITT blóð. Það spýttist út úr henni, bannsettri moskítóflugunni, þegar hann drap hana.

|

Hlekkir