Bætist í leigjendahópinn í húsinu


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég fór upp í ris áðan. Ná í þvottinn sem hékk þar til þerris. Í risinu er líka vinnustúdíó þriggja húsfélaga minna, sem ég var viss um að væru allir í skólanum.

Ég geng upp tröppurnar og heyri hljóð sem líkist því þegar maður pikkar inn á lyklaborð, rosalega hratt. Gæti verið Janita hugsa ég, hún er með doktorsgráðu í hraðritun, en ég var samt viss um að hún væri í skólanum. Geng áfram upp tröppurnar og hugsa. Hvað er þetta þá? Draugur í risinu að stelast til að senda magntölvupóst til framliðinna tölvutengdra ættingja varðandi á hvaða skýi eða í hvers manns risi næsta re-union yrði haldið? Geimvera með 18 fingur að hakka sig inní upplýsingagrunn Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna? Lítill putadvergur að dansa steppdans? Langur stigi... margar spurningar.

Nei, það var þetta risastóra fiðrildi í glugganum. Það var svo stórt, eflaust 8-10 cm í vænghaf, og blakaði vængjunum svo hratt að þeir slógust í gluggann og framkölluðu þetta hljóð. Ég rauk til að náði í myndavél og öskraði á eina húsfélagann sem var heima ásamt mér. Við náðum mynd og hleyptum því svo út. Ég var dolfallin yfir þessu kvikindi, en hann virtist ekki kippa sér upp við þetta. Greinilega vanari risa fiðrildum í Chile en ég, mölbúinn af Klakanum.




já, veit, glugginn er skítugur. Fiðrildið skíttaði hann út!!!

|

Hlekkir