ég hef ekkert að blogga um
klukkunni var flýtt um eina klukkustund
eða seinkað?
ég allavega missti klukkutíma
ég leit út um gluggann
önnur kirkjuklukkan sýndi hálfeitt, hin hálftvö
það er tveggja tíma munur á íslandi og hollandi
vorið er alveg að koma, finn það á lyktinni
ég hef komist að því:
að ég man aldrei afmælisdaga
og að það er leiðinlegt að gera skattaskýrslur
og að það er hálft ísland að fermast um þessar mundir
og að orðabækur eru ekki vinsælar
og að ef maður hjólar ljóslaus í myrkri verður maður doldið hræddur
og að tölvan mín er smekkfull af trójuhestum
og að stress gerir illt verra
og að hlátursköst eru það skemmtilegasta í heimi
alveg þar til maður fer að gráta og fær illt í magann