moonað


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...







Tunglmyrkvinn sást mjög greinilega héðan frá Hollandi. Það vildi svo til að við Ren og Bing vorum stödd í Amsterdam, eftir að hafa eytt eftirmiðdeginum í Almere sem er ný borg rétt hjá Amsterdam. Þar kíktum við í búðir, skoðuðum byggingarnar sem rjúka upp þarna, safn eftir Sejimu, sem er nýbyggt og enn verið að klára. Þegar tók að rökkva ákváðum við að skella okkur í bíó. Fórum að sjá the Last King of Scotland, sem hann Forest Whitaker fékk Óskarinn fyrir leik sinn í. Hún var mjög áhrifamikil og góð áminning um hversu illa upplýst við erum um ástandið í Afríku fyrr og nú. Atburðir í þessari mynd gerðust á áttunda áratug síðustu aldar, undir einræði Idi Amin í Úganda. Á nokkrum árum náði hann að drepa um 300.000 manns. Eins og eitt Ísland! Mæli með þessari mynd.

Eftir bíóið fórum við með lestinni til Amsterdam, þar settumst við inn á lítinn stað og fengum okkur pizzu og hvítvín. Namm! Þegar við komum út blasti við okkur fallegur tunglmyrkvinn og allir gengu um göturnar með hausinn reigðan aftur til að horfa upp í himininn. Mjög áhrifamikið og skemmtilegt. En það er erfitt að taka myndir með zoomið í fullt, þegar maður er ekki með þrífót. Á endanum lá Ren í jörðinni, með myndavélina ofan á skónum sínum sem hann fór úr. Malasískur Kínverji á sokkaleistunum liggjandi í jörðinni með myndavél ofan á skó. Jebb.

Hef það annars ágætt, en þið?

|

Hlekkir