B-O-B-A BOMBA!!!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Bubbi flottur!!!

Það er byrjað að rífa innan úr húsinu sem við bjuggum í. Það er í raun allt í rúst þar. Allt bara skafið innan úr húsinu og lítið eftir annað en berir veggir. Þar á meðal voru nokkrir skorsteinar fjarlægðir. Eigandi hússins sagði strákunum Ren og Hendrik frá því einn morguninn að daginn áður hefðu þeir fundið sprengju í einum skorsteininum. SPRENGJU!!! Þeir fundu sprengju frá seinni heimsstyrjöldinni í skorsteini. Svæðið var lokað af, sprengjusveitin mætti á svæðið og aftengdi eða fjarlægði sprengjuna.



Ég svaf við hliðina á sprengju í heilt ár! Ef þetta er ekki til að gera mann taugaóstyrkan aftur í tímann veit ég ekki hvað. Við vorum oft uppi á þaki að henda litlum steinum niður um strompana. Hvað ef þeir hefðu vakið sprengjuna af værum svefni... Ég reyndar skil ekki hvernig hún komst þangað. Voru Þjóðverjar að varpa sprengjum úr flugvélum og þessi rataði bara niður í skorstein og sprakk ekki??? Eða var einhver að fela þessa sprengju eftir að stríðinu lauk? Me not fatt.

Já, það er sko engin lognmolla hér í Delft.

|

Hlekkir