Norðfirðingar og náungakærleikur


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Mig langar að benda mínum örfáu lesendum á grein sem birtist í Austurglugganum í vikunni. Þar er fjallað um yngstu systur Grétu minnar, hana Möttu, sem greindist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm í október síðastliðnum. Hún var send til Danmerkur akút og foreldrar hennar hafa verið með henni á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn síðan. Hún fór í lifrarskipti og síðan þá hefur ýmislegt bjátað á og sem stendur bíður Matta eftir nýrri lifur fyrir aðra aðgerð. Ég fylgist með þeim daglega og hrýs hugur við því hversu erfiðlega þetta virðst vera að ganga á stundum.

Norðfirðinar standa fyrir styrktar- og uppbyggingarkvöldi á fimmtudaginn næstkomandi. Einnig er bent á söfnunarreikning til handa þeim fjölskyldunni vegna langar fjarveru frá vinnu og útgjalda tengdum veru þeirra í Kaupmannahöfn.

Það er erfitt að biðja um hjálp, og auðvitað er hjálpin sem þau vantar sú að Matta fái heilsu aftur. En ég held að peningaáhyggjur hjálpi ekki í bataferlinu og bið því ykkur sem getið séð af aur leggið þeim lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Sýnum samhug.

Banki 1106-26-1532
Kt. 020756-2339

Lesa má skrif Möttu, foreldra hennar og systra á þessu bloggi.

Takk.

|

Hlekkir