
...hlakka ég til að koma heim til Íslands í hlýjuna. Sit hér í skólanum dúðuð í húfu, vettlinga og trefil sem gerir það ótrúlegt að ég sé yfirhöfuð fær um að rita á lyklaborð þetta. Hér er ótrúlega kalt, allir að krókna og eins og sjá má á hitatölum þá er talsverður kuldi hér þessa dagana. Hef aldrei upplifað annað eins held ég. En ekkert sem bolli af heitu kakói bjargar ekki. Og ullarsokkar.