Þrír litlir músarungar


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...





Í nótt fæddust þrír litlir Músarungar. Ég er ótrúlega stolt af Músinni minni sem stóð sig eins og hetja. Reyndar fæddist sá fjórði, en hann var dáinn.

Tveir þeirra eru miklu stærri en sá þriðji. Sá litli, er að öllum líkindum læða því hún er þrílit og það ku einungis vera læður sem geta það.

Ég er búin að vera rosalega spennt í dag að fá myndir og lýsingar, því í raun var enginn sem vissi um fæðinguna nema meðleigjandi Ragnhildar því Ragnhildur var á Akureyri og kom heim í dag. Hún sá tvo fædda þegar hún kom heim í gærkvöld og lét Ragnhildi vita, svo lét hún hana vita um þann þriðja í morgun. Hún átti þá á sófanum hennar Ragnhildar og það er víst alveg öruggt að áklæðið þarf að fara í hreinsun!



Í dag var ég að horfa á þau Músafjölskylduna í gegnum webcam, tæknin maður! Rosa gaman. Já, ég er svona crazy cat lady í dag.

Myndir hér

|

Hlekkir