
Það snjóar hér í Delft á Páskasunnudegi.
Hér er allt rólegt, eins og á venjulegum sunnudegi, nema húsið er nánast tómt. Fólk farið heim til fjölskyldna sinna greinilega. Hér sit ég að teikna, horfi út um gluggann, var að hlusta á Páfann tala frá Róm. Hann var að fara með páskakveðjur á mörgum tungumálum. Ætli hann sé með sérfræðinga á sínum snærum til að fara yfir framburðinn? Það voru allir frekar niðurrigndir þarna í Vatíkaninu. Varðprestar (stóðu vörð) með rauða skúfa, en einnig með prestskraga, þar sem rauði liturinn lak niður á kragann. Bleikir prestskragar virka doldið metró.
Fékk páskaegg nr. 1 í boði Hjördísar. "Allir eru vinir meðan vel gengur"
Mér finnst ég nú samt eiga marga vini sem voru til staðar þegar illa gekk. Þannig að ég tek ekki mikið mark á þessari neikvæðni.
Nú er ég að fara út í pólskan páskamat. Namminamm.
Gleðilega páska kæru vinir.