Föstudagur og löng helgi framundan


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Sælt veri fólkið sem les þetta blogg...Jæja það er ekki búið að taka skottið af kisu, en hún fór á spítala í tvo daga og það er búið að sauma bágtið og nú verðum við bara að vona að blóðrásin taki við sér og skinnflipinn deyi ekki. Hún er á lyfjum sem er ekki þægilegt að gefa henni tvisvar á dag. Ég er núna með tilraun í gangi hvort hægt sé að smygla lyfjunum í matinn hennar, því ég er öll útklóruð eftir hana í gær þegar hún trylltist við lyfjagjöfina.
Fórum í ferðalag í gær til barnalæknisins sem gaf Baldri tvær stórar sprautur í lærin, ááái, honum brá mikið og grét hástöfum í svona 20 sek. svo var allt búið. Duglegur strákur! Kíktum á bókasafnið í Mountain View og röltum aðeins um en fórum svo bara heim. Annars er framundan Memorial Day helgin, þá er frí á mánudaginn og löng helgi því framundan. Það er hittingur hjá rólóhópnum hans Baldurs á laugardagsmorgun, svo spilað um kvöldið. Á sunnudaginn ætlum við svo að reyna að fara í ferð með ferju út í Angel Island og skoða okkur um þar.
Snorri kom í gær úr einnar nætur ferðalagi frá Vancouver þar sem hann var á ráðstefnu. Segist enn ekki búinn að sjá Vancouver þar sem hann er alltaf fastur á einhverjum fundum eða fyrirlestrum, þó hefur hann komið þar oftar en einu sinni. Við Guðrún erum að spekúlera að kíkja þangað eina helgi í sumar. Vorum að skoða hótel í gær veieiei... Svo frétti ég að Pixies hefðu verið frábærir, Ragnhildur hringdi í mig frá tónleikunum og hélt uppi símanum svo ég gæti heyrt þau spila "monkey gone to heaven", það var æðislegt, ég fékk gæsahús og leið alveg eins og ég væri þarna... svona næstum því :) Annars keyptum við okkur miða á tónleika með Train og ég held það gæti verið mjög gaman.
Vona að þið hafið það gott á landi Ísa, er ekki búið að vera svo fínt veður núna undanfarið??

|

Hlekkir