Langri og viðburðaríkri helgi lokið. Saumaklúbbur á föstudagskvöld upp í San Franciscoborg hjá Charlottu. Afar skemmtileg kvöldstund með kvensum af svæðinu og ljúffengar veitingar sem var skolað niður með afar góðu hvítvíni. Þar sem við
Steinunn systir Finns og Rannveig frænka Láru (konu Halldórs) höfðum planað að eyða laugardeginum í borginni ákváðum við að panta okkur hótelherbergi og gista aðfaranótt laugardags. Fínt hótel þótt aðeins tveggja stjörnu væri og á frábærum stað. Kíktum aðeins á næturlífið en það var að lognast út af um 2 leytið þegar við vorum að fara af stað. Á laugardag var svo San Francisco tekin með túristasjónarmiði. Gengum rosalega mikið, nánast allan daginn. Fórum um Fishermans Warf, Rannveig dýfði tásunum í Kyrrahafið, fórum á vaxmyndasafn, versluðum (eða ég sko) skó með klaufum, fórum í hand- og fótsnyrtingu, fórum í Kínahverfið þar sem við leituðum uppi nuddstofu þar sem allar áhyggjur um að vera að eyða of miklum peningum voru kreistar úr okkur og röltum okkur svo eftir að hafa skoðað mikið í átt að lestarstöðvunum. Það var ekki alveg eins auðvelt að koma sér heim. Rannveig viltist aðeins af leið en komst þó á endanum. Við Steinunn ákváðum að ég kæmi með hennar lest heim til þeirra þar sem ég fékk að gista eina nótt.
Í dag sunnudag fékk ég svo far með þeim heim því þau ákváðu að kíkja í heimsókn og fara í sund. Afar heitt í dag og sundlaugin var vel nýtt. Svo var spilað fram á kvöld og ég er ekki frá því að maður sé bara ansi dasaður eftir þessa löngu og skemmtilegu helgi.
Enda með einni mynd af skónum mínum fallegu.
Já steingeitur eru klaufdýr.