Íslandsför Sifjar hafin
Published þriðjudagur, júlí 13 by Una | E-mail this post
Jæja, Sif er lögð af stað. Lendir í Keflavík á miðvikudagsmorgunn. Hún var rosalega spennt, ætlaði ekki að geta sofnað og var að reyna að telja dagana sem hún myndi vera á Íslandi. Gaman að fylgjast með henni.
Sóttum hana í sumarbúðirnar á laugardaginn. Þar hafði hún skemmt sér vel, alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gera, en hún var samt alveg tilbúin að koma með okkur heim. Sumarbúðirnar voru staddar upp í fjöllunum og voru ansi brattir og hlykkjóttir vegir sem þurfti að fara um til að komast. Við fórum svo strandleiðina til baka, stoppuðum í sætum bæ sem heitir Half Moon Bay, og borðuðum fisk á ágætis veitingastað. Keyptum ferska ávexti á markaði og brunuðum svo heim.
Á sunnudag hljóp Snorri hálfmaraþon (21 km! Þetta er náttúrulega bilun) uppí Napadal. Hann lagði af stað kl. 4 um morguninn, hljóp þetta á fínum tíma og hitti okkur svo um hádegisbil í afmæli Flóka Fannars Halldórssonar sem varð eins árs þennan dag. Góður matur, skemmtilegt fólk og mikill hiti. Kíktum svo í heimsókn til Soffíu og Ágústar.
Næstu helgi er planið að fara upp í borg og spóka sig. Við ætlum að minnsta kosti þrjár au-pair að fara, mögulega fjórar. Það verður tilbreyting, maður er allt of latur að fara eitthvað á eigin spýtur.
Jæja fólk, segið mér nú hvað þið eruð að bardúsa...