"Eigum við að býtta á persónuleikum?" sagði stúlkan við systur sína.
Published þriðjudagur, ágúst 30 by Una | E-mail this post
Í dag erum við Ragnhildur að skiptast á rúmum. Um daginn skiptumst við á lögheimilum. Hún ætlar að leigja íbúðina mína. Hún ætlar að taka við kisunni minni. Hún ætlar að nota húsgögnin mín og vaska upp í vaskinum mínum. Hún er að verða ég. Ég ætla með rúmið mitt í herbergið hennar, ég ætla að setja fötin mín í skápana hennar. Ég er að verða hún. Þannig að núna er ég tuttugu og fjögurra ára! Það eru ágæt skipti. Verst að hún er að verða þrítug! Grey stelpan. En hey, partý anyone?

" Ég " og kisa að kúra.