


Þar sem ég mun leigja út íbúðina mína var ákveðið að leggja í framkvæmdir til að bæta við einu herbergi. Einar kom í kvöld og gerði GAT á vegginn inn í stofu. Ekki var eitt snifsi af pappír eða neinu skemmtilegu inní veggnum og er ég asskoti fúl yfir því. Ég ætla að setja eitthvað skemmtilegt dót inní vegginn sem smíðaður verður á milli stofanna tveggja. Semja vísu og skrifa á gipsplöturnar að innan. Eða skilja eftir dagblað. Það er nú lágmark.